Frændi minn er með humla í garðinum hjá sér. Ég ætla að fá að hirða þá og brugga úr þeim. Ég hef ekki hugmynd um hvaða afbrigði þetta er.
Hefur einhver prófað að brugga úr óþekktum humlum? Ég hafði hugsað mér að nota einhverja beisik pale ale korn-uppskrift og slumpa svo bara humlamagnið í fyrsta skipti og þannig stilla af fyrir næstu uppskeru.
Ég hef enga aðstöðu til að þurrka þá þannig að ég hafði hugsað mér að nota þá blauta. Tína þá og brugga samdægurs.
Það væri gaman að fá einhverjar reynslusögur og hugmyndir.
Taktu blóm og nuddaðu því á milli handanna á þér. Er þetta lykt/bragð sem þú vilt í bjórinn hjá þér?
Þar sem þú veist ekkert um beiskjuna þá myndi ég mæla með að nota einhverja þægilega beiskjuhumla í bjórinn, t.d. bara magnum, en nota svo fersku humlana seinustu 10-20 mínúturnar.
Þú getur prófað að googla wet hopping, þú þarft sennilega ca 5-7x meira af ferskum humlum en þurrum.