Það er boðið upp á skoðunarferðir daglega. Í miðri viku þarf að panta fyrirfram, ca hálfum mánuði og kostar það um $10 (muna eftir skilríkjum! Enginn fær að fara inn án þeirra). Innifalið er glas sem þú mátt eiga og smakk á 4-5 tegundum. Um helgar er opið hús og skopunarferðir ókeypis, en þú þarft að kaupa allan bjórinn sjálf(ur). Bjórinn er hóflega seldur á $5 glasið eða $20 fyrir 5.
Skoðunarferðin byrjar á að segja frá sögu fyrirtækisins sem er mjög skemmtileg og dálítið ævintýraleg. Það má finna hana á vefnum, en kannski eins gott að lesa hana ekki fyrirfram ef þú ætlar að fara þangað á annað borð. Þá er farið í smakkið. Ég held þeir byrji alltaf á Brookyn Lager, bjórnum sem kom þessu öllu af stað, sem er Vienna Lager og ætti að vera mörgum hér kunnugur. Sá bjór er enn um 70% af framleiðslu þeirra. Eftir það er misjafnt hvað er í boði, fer eftir árstíð og örðum pælingum bruggmeistarans. Ég fékk sem sagt smakk af 25 ára anniversary bjórnum, svo var það spánýr hveitibjór sem þeir höfðu verið að kynna daginn áður hvers nafn ég man ekki (lyktin eins og týpískur weiss bier, en bragðið eins og mjög blönduð ávaxtakarfa, verulega góður) og loks tilraunabjór Sorcher 366 sem notar "HBC 366" humlana. Hann lyktaði rosalega vel en var annars frekar létt body. Þeir sögðu óvíst hvor þeir munu nokkurn tíma aftur nota þessa humla, svo þetta var einstakt tækifæri. Ég smakkaði líka tilrauna Rye bjór og 9% Imperial IPA sem heitir Blast.
http://brooklynbrewery.com/brooklyn-bee ... orcher-366" onclick="window.open(this.href);return false;
Brugghúsið í Brooklyn er aðallega í framleiðslu á sérbjórunum þeirra sem seldir eru í kútum í veitingastaði eða í stórum 750ml flöskum (seldar á $10 í brugghúsinu). Þeir eru svo með aðra framleiðslu fyrir norðan borgina sem framleiðir minni flöskurnar sem fást í mörgum verslunum og í um 30 fylkjum Bandaríkjanna, auk um 20 öðrum löndum, þar á meðal Bretland, Japan og Svíþjóð. Í Svíþjóð ætla þeir reyndar að brugga bjór undir samningi við Brooklyn Brewery. Lang mest af bjórnum er þó seldur í NY og nágrenni.
http://brooklynbrewery.com/blog/news/ne ... stockholm/" onclick="window.open(this.href);return false;
Þetta brugghús er keyrt 24 tíma á sólarhring. Það er áhugavert að þeir nota kælinguna til að hita jafnframt upp næstu lögun, þannig spara þeir orku og tíma. Vatnið í bjórinn kemur beint úr krananum! Vatnið í New York er talið eitt það besta í Bandaríkjunum, með minna af viðbættum efnum heldur en annars staðar. Það er t.d. ekki flúorbætt. Athyglisverð pæling er að bjórinn sem er bruggaður fyrir norðan er ekki gerður úr sama vatni, en þeir möðhöndla það fyrir bruggun til að það verði sem næst því sem kemur úr krananum í Brooklyn. Vatnið í Svíþjóð verður þó ekki meðhöndlað þannig, það verður áhugavert að smakka hann til samanburðar.
Allt í allt er þetta mjög góð leið til að eyða nokkrum klukkutímum í New York og mæli ég sterklega með þessu fyrir allt bjóráhugafólk, og aðra líka.