Heimsókn í Singlecut Beersmiths, Queens New York

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Heimsókn í Singlecut Beersmiths, Queens New York

Post by æpíei »

Það hefur orðið algjör sprengja í litlum bjórgerðum í Bandaríkjunum á síðustu árum. Samkeppnin er mikil og því er gróskan í nýjum tegunum gríðarleg. Ég heimsótti um helgina lítið brugghús í Queens hverfi í New York sem heitir Singlecut Beersmiths http://www.singlecutbeer.com" onclick="window.open(this.href);return false; Það er frekar auðvelt að komast þangað frá miðju Manhattan, tekur um 30 mínútur í lest og svo smá labb. Mæli hiklaust með þessu fyrir bjóráhugafólk sem kemur til borgarinnar.

Singlecut er innan við árs gamalt. Það er starfrækt í einu rými, á að gista 200fm. Að framan er "Tap room", þ.e. bar og veitingasala fyrir fólk og gangandi. En þó ekki bara venjulegur bar, því þar eru líka geymdir kútar í gerjun. Meira um það síðar. Þar er líka tónleikasvið svo hægt er að halda þar góðar skemmtanir.

Singlecut býður upp á skoðunarferðar um helgar. Þegar ég var þar var ekki mikið um fólk í þeim hugleiðingum. Mér tókst þó að fá þá til að sýna mér verksmiðjuna í einkatúr. Þetta er frekar lítið brugghús. Ein meskitunna er ca 30-40 barrels að stærð (barrel er ca 120 lítrar). Þeir sögðust meskja allt í 60 mínútur, þaðan er virtinum dælt í suðutunnu og allt er soðið í 120 mínútur. Þeir eru með 3 gerjunartanka þar sem bjórinn er gerjaður í 7 daga, þá er honum dælt í lagertunnur til frekari lageringar í 2 vikur ef um er að ræða lager, annars í kolsýrutunnur þar sem bjórinn er kolsýrður (eða "nítraður") á 24 tímum. Í stuttu máli er þetta ferlið hjá þeim. Þeir brugga 3 daga í viku.

Til að aðgreina sig frá öðrum þá hafa þeir farið út í að gera nokkuð óvenjulega bjóra. Bjórinn sem fékk mig til að kynna mér þá í upphafi er Neil - svartur IPA - sem er sagður vera bruggaður sem Stout og humlaður sem IPA. Sannarlega mjög óvenjulegur bjór, mikil fylling og kröftugt bragð.

Það óvenjulegasta frá þeim er samt líklega John Michael - Rum Barrel Aged Dark Lager - með nítro gasi sem gerir hann míkri vegna minni loftbóla. Þessi bjór er geymdur í 6 mánuði í eikartunnum undan rommi frammi í "Tap room", þar sem viðskiptavinirnir koma saman og drekka bjór. Rommtunnur eru óvenjulegar, upprunalega komnar undan Bourbon, síðan notaðar í fjölmörg ár undir romm í karabísku eyjunum, uns þær enda hjá Singlecut. Tunnurnar eru þá um 30 ára gamlar og þeir segjast þær duga í ca 2 skipti hjá þeim. Bjórinn var að sjálfsögðu smakkaður og reyndist hann hinn ljúfasti, afskaplega fínn og gott eikarbragð af þessum dökka lager.

Aðrir bjórar sem ég smakkaði voru Kim - súr lager - og 19-33 - lager - báðir hinir ágætustu.

Læt svo fylgja með nokkrar myndir til gamans. :beer:
Attachments
Tap Room - þarna má sjá barborðið og hluta af tunnunum sem notaðar eru til að geyma suma bjórana í 6 mánuði fyrir neyslu.
Tap Room - þarna má sjá barborðið og hluta af tunnunum sem notaðar eru til að geyma suma bjórana í 6 mánuði fyrir neyslu.
IMG_2007.jpg (47.28 KiB) Viewed 3972 times
Bjórseðillinn
Bjórseðillinn
IMG_2005.jpg (43.34 KiB) Viewed 3972 times
Meskitunnan til vinstri og suðutunnan til hægri.
Meskitunnan til vinstri og suðutunnan til hægri.
IMG_2009.jpg (49.19 KiB) Viewed 3972 times
Gerjunartankarnir 3. Fyrir framan þá er filterinn sem gerjaði bjórinn fer í gegnum á leið í gastankana.
Gerjunartankarnir 3. Fyrir framan þá er filterinn sem gerjaði bjórinn fer í gegnum á leið í gastankana.
IMG_2008.jpg (37.51 KiB) Viewed 3972 times
Gastankarnir, þar sem sett er kolsýra eða nítró í bjórana á 24 tímum.
Gastankarnir, þar sem sett er kolsýra eða nítró í bjórana á 24 tímum.
IMG_2010.jpg (42.14 KiB) Viewed 3972 times
Humlasafnið. Þó þeir vildu ekki gefa upp um neinar ákveðnar uppskriftir fékk ég að sjá humlana sem þeir nota og voru þar saman komnir allir usual suspects sem gera má ráð fyrir að finna á svona stað.
Humlasafnið. Þó þeir vildu ekki gefa upp um neinar ákveðnar uppskriftir fékk ég að sjá humlana sem þeir nota og voru þar saman komnir allir usual suspects sem gera má ráð fyrir að finna á svona stað.
IMG_2012.jpg (43.02 KiB) Viewed 3972 times
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Heimsókn í Singlecut Beersmiths, Queens New York

Post by bergrisi »

Flott umfjöllun.
Gaman ef fleiri settu inn svona umfjallanir.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Heimsókn í Singlecut Beersmiths, Queens New York

Post by æpíei »

Ég sé ég setti þennan þráð eiginlega í ranga fyrirsögn, hefði átt að vera Almenn umræða. Hins vegar fyrir nýja vefinn væri kannski hugmynd að hafa "Heimsóknir" fyrirsögn. Þar gætu notendur sett inn sögur af heimsóknum sem þessum, eða bara á skemmtilega bari sem verða á vegi þeirra og bjóða upp á úrvals bjóra.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Heimsókn í Singlecut Beersmiths, Queens New York

Post by æpíei »

Má bæta við þessa umfjöllun að þeir nota sitt eigið ger sem er unnið í samvinnu við Wyeast, eins og kemur fram á blogginu þeirra. Þeir brugga bara í kúta. Bjórinn fæst því bara hjá þeim eða á völdum börum á svæðinu. Einnig er hægt að fá bjór fyllta á "growlers" og taka með heim. Þó ekki bjóra sem eru "nítraðir" því þeir halda illa gasinu eftir að growlerinn er opnaður. Þeir sögðu þó að mögulega myndu þeir setja upp dósavél í framtíðinni.
Post Reply