Tri-centennial IPA

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
aggi
Villigerill
Posts: 48
Joined: 16. May 2012 01:35
Location: Árbær city

Tri-centennial IPA

Post by aggi »

Góðann daginn
ég skellti í einn Tri-centennial IPA í gær allt gékk eins og í sögu nema það ég setti gerið í í gærkvöldi um 22 leytið og það er ekkert að gerast 14 tímum seinna ekkert búbl og enginn þrýstingur á tunnunni . Ég geymdi gerið í ískáp tók það beint út og sáldraði yfir og hristi svo tunnuna smá með lokinu á . mældi áður og það var um 19 gráðu hiti .

er þetta eðlilegt ( hefur ekki gerst hjá mér áður) ég á annan gerpakka blautger sem er samt lager ger á ég að bíða með að setja það í og fá frekar eins ger "Fermentis S-04 ger" myndi bjórinn breytast mikið með öðru geri
Í gerjun Litli rauður R.I.P.A. :-)

Á flöskum
Hafra porter
Bee Cave ljósöl (APA)
Tri-centennial IPA

Handan við hornið Bee cave með smá twist og eitthver i.p.a.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Tri-centennial IPA

Post by helgibelgi »

Gefðu þessu aðeins lengri tíma. Gerjun getur tekið þrjá daga að byrja. Sérðu froðurönd myndast á yfirborðinu (getur séð utanfrá án þess að opna)?

Annars getur verið að lokið sé ekki nægilega þétt til að gasið sé þvingað í vatnslásinn, gæti verið að sleppa annars staðar út.

14 tímar er svo sem ekkert það langur tími, myndi bara RDWHAHB :beer:
aggi
Villigerill
Posts: 48
Joined: 16. May 2012 01:35
Location: Árbær city

Re: Tri-centennial IPA

Post by aggi »

Ég komst að því hvað var að það var rifa neðst á vatnslásnum og allt loftið hefur farið þar út setti nýjan lás og það byrjaði að búbbla um leið. En getur þetta hafa skemmt bjórinn .á ég að hafa hann lengur í gerjun er venjulega með hann í um 2 vikur. Svo á maður að þurrhumla eftir 5 daga í gerjun á ég að telja frá því í dag eða frá því ég setti gerið í .
Í gerjun Litli rauður R.I.P.A. :-)

Á flöskum
Hafra porter
Bee Cave ljósöl (APA)
Tri-centennial IPA

Handan við hornið Bee cave með smá twist og eitthver i.p.a.
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Tri-centennial IPA

Post by gm- »

aggi wrote:Ég komst að því hvað var að það var rifa neðst á vatnslásnum og allt loftið hefur farið þar út setti nýjan lás og það byrjaði að búbbla um leið. En getur þetta hafa skemmt bjórinn .á ég að hafa hann lengur í gerjun er venjulega með hann í um 2 vikur. Svo á maður að þurrhumla eftir 5 daga í gerjun á ég að telja frá því í dag eða frá því ég setti gerið í .
Gerðu bara allt eins og venjulega, koltvísýringurinn fór bara útum rifuna í staðinn fyrir að fara í gegnum lásinn, allt annað er eins. :skal:
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Tri-centennial IPA

Post by Plammi »

aggi wrote:Svo á maður að þurrhumla eftir 5 daga í gerjun á ég að telja frá því í dag eða frá því ég setti gerið í .
Það sem ég las varðandi þurrhumlunina þá viltu setja humlana í eftir að gerið hefur klárað sitt verk og hafa þá í í 7 daga. Þannig að ef þú ætlar að vera með í gerjun í 14 daga þá setur þú þurrhumlunarhumlana í á 7. degi. Sumir vilja vera öruggir á að gerjun sé lokið og byrja þá á þurrhumlun á 14. degi.
Mér skilst að ef þurrhumlunin er eitthvað lengur þá ferðu að missa aroma. Svo er þetta eitthvað háð humlunum sjálfum, t.d. þá er talað um 2-3 daga fyrir citra en 7-10 daga fyrir centennial.

Ein af heimildunum: http://beeradvocate.com/community/threa ... gth.14068/
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Tri-centennial IPA

Post by hrafnkell »

Mæli með 5-7 dögum í dryhopping á alla humla. Lengri tími og þá getur maður verið að fá grastóna og fleira sem er ekki endilega æskilegt.

Það er líklega í fínu lagi með bjórinn, en ef það hefði komist einhver padda í hann þegar það var rifa í vatnslásnum þá gerirðu lítið í því annað en að setja á flöskur og komast að því þegar þú smakkar.
aggi
Villigerill
Posts: 48
Joined: 16. May 2012 01:35
Location: Árbær city

Re: Tri-centennial IPA

Post by aggi »

það er enn að blúbba smá og þetta er búið að gerjast í 5 daga á ég að skella þeim útí eða bíða þangað til að þetta er hætt að blúbba ??
Í gerjun Litli rauður R.I.P.A. :-)

Á flöskum
Hafra porter
Bee Cave ljósöl (APA)
Tri-centennial IPA

Handan við hornið Bee cave með smá twist og eitthver i.p.a.
einarornth
Kraftagerill
Posts: 79
Joined: 25. Nov 2009 13:52

Re: Tri-centennial IPA

Post by einarornth »

aggi wrote:það er enn að blúbba smá og þetta er búið að gerjast í 5 daga á ég að skella þeim útí eða bíða þangað til að þetta er hætt að blúbba ??
Spurning um að gefa þessu 2-3 daga í viðbót, nema þér liggi þeim mun meira á.
aggi
Villigerill
Posts: 48
Joined: 16. May 2012 01:35
Location: Árbær city

Re: Tri-centennial IPA

Post by aggi »

liggur ekki alltaf mikið á :-)

ég skelli þeim í á morgun þá eru komnir 6 dagar tek þetta 50/50 bara
Í gerjun Litli rauður R.I.P.A. :-)

Á flöskum
Hafra porter
Bee Cave ljósöl (APA)
Tri-centennial IPA

Handan við hornið Bee cave með smá twist og eitthver i.p.a.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Tri-centennial IPA

Post by hrafnkell »

Þolinmæði er eitthvað sem maður neyðist til að temja sér sem bruggari.. :)
einarornth
Kraftagerill
Posts: 79
Joined: 25. Nov 2009 13:52

Re: Tri-centennial IPA

Post by einarornth »

hrafnkell wrote:Þolinmæði er eitthvað sem maður neyðist til að temja sér sem bruggari.. :)
Letin bjargar þessu fyrir mig, það má svo sem kalla hana þolinmæði :skal:
aggi
Villigerill
Posts: 48
Joined: 16. May 2012 01:35
Location: Árbær city

Re: Tri-centennial IPA

Post by aggi »

einarornth wrote:
hrafnkell wrote:Þolinmæði er eitthvað sem maður neyðist til að temja sér sem bruggari.. :)
Letin bjargar þessu fyrir mig, það má svo sem kalla hana þolinmæði :skal:
Ég er alltaf eins og litlu börnin á jólunum get ekki beðið verð að opna alla pakkanna strax :-)
Í gerjun Litli rauður R.I.P.A. :-)

Á flöskum
Hafra porter
Bee Cave ljósöl (APA)
Tri-centennial IPA

Handan við hornið Bee cave með smá twist og eitthver i.p.a.
Post Reply