Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Það virðast vera skiptar skoðanir um þetta eins og allt annað, fyrir suma virkar "no chill" aðferðin, aðrir mæla alls ekki með þeirri aðferð vegna sýkingarhættu og dms myndunar. Ef "no chill" virkar fyrir ykkur.... If it aint broken dont fix it.
Hvað um það. Þetta fór í flöskur á miðvikudagskvöldið, þar sem þetta var algjörlega hætt að gerja og flotvogarmæling sýndi 1007, sem er undir því sem gefið er upp. Það verður gaman að smakka á þessum. Fyrsti hveitibjórinn okkar Halls!
Gerjandi: Flat tire ale Þroskandi: Mjöður Smakkandi: Smje Drekkandi: English bitter, hvítvín, Tripel Hugsandi: Gerjað malt
Skella þessu bara í klakabað í vaskinum, svo las ég einhverstaðar að það sé ekki sniðugt að hella heitu wort á milli íláta.. man ekki hver pælingin var
Í gerjun : Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
Að gerjast: Ekkert Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
Líka segja menn að það sé hætta á "Hot Side Airation", þ.e. víst e-ð verra að það komist súrefni í lögunina meðan hún er heit, hefur svipuð áhrif segja menn eins og að setja súrefni eftir gerjun og valdi "skúnkun".
Vinsamlegast öskrið á mig ef ég er að fara með fleipur!
Það stafar lítil sýkingarhætta af því að hella heitum virti á milli íláta, því hitinn drepur flest. Á hinn bóginn er einmitt talað um heita súrefnismettun (HSA), sem er talin geta valdið óæskilegu bragði. Þetta er hins vegar mjög umdeilt. Margir vilja meina að HSA sé mikil hætta, aðrir segja að þetta sé nánast útilokað nema maður sé að misbjóða virtinum brjálæðislega (svo mikið að þú gætir það ekki öðruvísi en viljandi), enn aðrir vilja meina að þetta sé hreinlega þjóðsaga.
Ég veit að Úlfar getur tekið af flest tvímæli varðandi HSA. Hann sturtar heitum virti úr potti í fötu og kælir í fötunni. Ég hef smakkað marga af hans bjórum, og þeir hafa allir bragðast undurvel - enginn með neinu aukabragði.
Andri Mar, þú fórst ekki með neinar fleipur, fyrir utan það að skúnkun á bjór er annað fyrirbæri. Það eru efnahvörf sem verða þegar ljós skín á alfasýrurnar úr humlunum og valda bragði og lykt sem minnir víst á skúnk...
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
Ég reyndar hristi hana ekki fyrr en daginn eftir, þá í 21°C. Hins vegar er það rétt að alltaf kemst eitthvað súrefni í hana heita. Hún er reyndar ekki svo heit þegar búið er að hella vatninu í. Lauslega reiknað er virtirinn um 96°C þegar hann er nýkominn af hellunni. Það eru níu lítrar og má reikna með að orkugildi þess sé 96*9 = 864 KJ og orkugildi kalda vatnsins sem fer í virtinn (m.v. 8°C kalt vatn) sé 8*11 = 88 KJ. Saman í einni blöndu gerir þetta samtals 952 KJ og sé deilt í það með 20 lítrum gerir það 47,6°C hita, sem stemmir nokkuð vel við hitamælingar.
Ég lagði í á þriðjudagskvöldið og þá setti ég pottinn í kalt bað í um 15-20 mínútur og reiknaði út að hitastigið ætti að vera í honum um 43°C til að það passi að setja beint í tunnuna og kalt vatn upp í 20 lítra (til að lögunin í heild verði 21°C). Þannig er spurning hvort það sé ekki bara ágætist lausn, þ.e. kalda vatnsbaðið...
Gerjandi: Flat tire ale Þroskandi: Mjöður Smakkandi: Smje Drekkandi: English bitter, hvítvín, Tripel Hugsandi: Gerjað malt
Að hella heitum virti á milli íláta kallar á "hot side aeration" það er að segja að súrefnisupptöku í bjórnum. Það eru nú ekki allir sammála um að það skili sér í verra bragði á bjórnum eða hafi einhver áhrif yfir höfuð.
Já og ég vil líka leiðrétta að þetta voru að sjálfsögðu Kcal en ekki KJ sem ég reiknaði út þarna ofar.
Varðandi heita virtinn, þá erum við Hallur búnir að brugga fjórar ílagnir og allar bragðast þær bara stórvel. Hann var reyndar eitthvað að kvarta yfir að IPA-inn væri beiskur, en það er bara kjellingabók hjá honum...
Gerjandi: Flat tire ale Þroskandi: Mjöður Smakkandi: Smje Drekkandi: English bitter, hvítvín, Tripel Hugsandi: Gerjað malt