hrafnkell wrote:Ef virtinn er soðinn og hreinlæti í lagi þá geymist hann í marga mánuði í ísskáp.
Það er þægilegt að gera þetta í þessari röð:
1. Meskja
2. Taka virt frá eftir meskingu, sjóða í 5-10mín sér í litlum potti, t.d. á eldavélinni
3. Þynna virtinn ef þarf, maður vill vera í 1.040 - 1.050 fyrir startera.
4. Setja í sótthreinsaða krukku eða glerílát (ikea selja 1l swingtop flöskur sem eru þægilegar)
5. Geyma í kæli þangað til að maður þarf virtinn
Skref 2 er mikilvægt ef maður er með hoppy bjór, annars getur maður tekið virt frá eftir suðuna bara. Mjög hoppy starterar eru ekki góðar aðstæður fyrir ger að fjölga sér.
Er ekki alveg í lagi að frysta virtinn strax eftir meskingu (leyfa honum fyrst að kólna niður í herbergishita áður en hann er settur í frystinn) og án þess að þynna hann út.
þeas sleppa (geyma þangað til þú gerir starter) skrefum 2 og 3
Svo þegar þú notar hann, leyfa honum að þiðna, þynna hann niður í 1.040(eða það sem maður vill) og sjóða til að sótthreinsa virtinn sem og keiluflöskuna
Með því að þynna út eftir á, þá sparar maður líka einnig ísskápapláss
Ég skil að þetta suðuskref ef maður ætlar að geyma virtinn í ísskáp, en er maður ekki nokkuð öruggur að sleppa þessu með því að frysta hann, svo auðvitað sótthreinsar maður virtinn með að sjóða fyrir notkun (sem maður þarf hvort eð er alltaf að gera)
edit.
Ég skil svosem alveg hvernig það væri þægilegt að hafa hann í ísskápnum, en þá er hann ready til notkunar, en maður er alveg sólarhring sirka að leyfa virtinum að þiðna, en þá bara tekur maður hann úr frystinum deginum áður en maður gerir starterinn