Ég hélt að ég einn væri nógu klikkaður til að brugga bjór úr korni. Komst að því í dag að svo er alls ekki. Mér var bent á þessa síðu. Hef verið að brugga ýmis öl (ale) og þá frekar í dekkri kantinum. Ég er búinn að koma mér upp helsta búnaði ss. suðupotti , plötukæli, kornmyllu corny kútum og kolsýrugræjum. Ég skemmti mér hið besta við þessa iðju og fagna framtaki þeirra Ölvisholts manna að bjóða upp á korn til bjórgerðar sem og því að hér sé kominn vettvangur fyrir heimabruggara almennt.
Hvað sjálfan mig varðar , segi ég að all grain er algerlega málið. Þetta er alls ekki flókið og bjórinn (oftast) virkilega góður !
Frábært að fá reynslubolta hérna inn með öllum græjjum
Gaman að segja frá því líka að þú ert meðlimur númer 60.
Þannig að húrra fyrir þér.
Endilega leyfðu okkur að fylgjast með hvað þú ert að brugga
Jörvi Brauhaus
Að gerjast: Ekkert Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
Reynum bara að fá þetta æðislega hobbý lögleitt, ég vill ekki vera einhver lögbrjótur og ég sé ekkert að þessu sem ég er að gera hérna með því að gera góða bjóra sjálfur.
Hvar fékkstu annars corny kútana?
og ekki má gleyma að bjóða þig velkominn
Í gerjun : Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
Velkominn Hjörtur. Þú virðist vera expert í all-grain og er það vel. Ég væri alveg til í að koma í heimsókn einhvern daginn og fá smá kennslustund í all-grain bruggun...
Skál!
Gerjandi: Flat tire ale Þroskandi: Mjöður Smakkandi: Smje Drekkandi: English bitter, hvítvín, Tripel Hugsandi: Gerjað malt
Ekki skal ég nú segja um reynsluna ennþá. Ég er þó búinn að gera nokkrar lagnir og þær hafa allar heppnast mjög vel nema hvað chill hase hefur verið viðvarandi vandamál jafnvel þó ég noti mjög góðan plötukæli.
Allt mitt vit kemur af netinu og svo úr bókinni How to brew eftir John Palmer. Corny kútana fjóra pantaði ég nú bara á Ebay og lét senda. Rándýrir en því miður ófánlegir hér eftir að Ölgerðin henti sínum. Ég ákvað að líta á þetta til lengri tíma og splæsa bara í þær græjur sem þarf. Auðvitað má alltaf fara lengra og sjálfsagt kaupir maður filter einhvern daginn.