hafið þið sem hafið verið að brugga bee cave uppskriftina frá brew.is eitthvað verið t.d. að setja dökkt hunang í hana eða annað til að gefa henni meiri sjarma?
Já, ég er að gera tilraun með þetta. Ég gerði örlítið stærri uppskrift af Bee Cave en þessa venjulegu til að hafa ca 24 lítra í gerjun, mínus gerkaka sem gerir um 2x10 lítra fyrir skiptingu í secondary. Þar setti ég annars vegar 2 heila chili pipara, skorna eftir engilöngu með kornum svo gufusoðnir, í helminginn og hins vegar 15ml af hreinum engifersafa með 100ml af hunangi soðið saman í smá vatni. Meiningin er að fá annan dálítið heitan og hinn aðeins sætan og kryddaðan.