Coffee Malt?

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Coffee Malt?

Post by Feðgar »

Sælir.

Hafið þið heyrt um coffee malt. Og ef svo er hvað gæti maður notað sem maður fengi hérna heima.
Þetta er væntanlega dekkra en Chocolate Malt.
Eða er þetta bara annað heiti á ristuðu byggi?
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Coffee Malt?

Post by gm- »

Hef nú heyrt um það, en sjaldan séð til sölu, eitthvað franskt eða belgískt malt. Snögg googlun segir að pale chocolate malt sé svipað og það er mun auðveldara að panta það.
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Coffee Malt?

Post by Feðgar »

Þá gæti ég notað Carafa I

Takk takk
Haukurtor
Villigerill
Posts: 22
Joined: 14. Sep 2011 15:01

Re: Coffee Malt?

Post by Haukurtor »

Sammála með Carafa I

Ef ég man rétt þá er Carafa I,II & III ennþá með hýðinu og þú færð þ.a.l kaffi-beiskleikan í meskingunni.

Carafa Special I,II & III er hinsvegar ekki með hýðinu og þú færð ekki sömu kaffi-beiskju tóna en meiri ilm og body.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Coffee Malt?

Post by Eyvindur »

Ég hef þuklað og smakkað á kaffimalti, og það er ekki beint eins og carafa. Frekar eins og aðeins meira ristað aromatic malt, ef ég man rétt. Svolítið eins og aðeins of mikið ristað brauð eða eitthvað. Ég hugsa að besta leiðin til að fá sama effekt væri að taka smá aromatic malt og skella í ofn í smá stund og dekkja smá.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply