Ertu með eitthvað til sölu eða vantar þig eitthvað til að fullkomna gerjunina? Allt geriltengt má auglýsa eða óska eftir hér.
Til að einfalda leitina, setjið [Til Sölu], [Óskast] eða [Skipti] fyrir framan titilinn á þræðinum.
Forum rules
Til að einfalda leitina, setjið [Til Sölu], [Óskast] eða [Skipti] fyrir framan titilinn á þræðinum.
Einstakt tækifæri fyrir metnaðargjarna bruggara. Erum að uppfæra í 50L Braumeister. Þess vegna erum við með til sölu notaðann 20L Braumeister.
Um er að ræða 20L Braumeister með wort chiller frá Speidel. Notaður í ca. 15 laganir. Kostar nýr 250 kall (http://brugg.kodiak.is" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;).
Nú fæst þessi eðal græja á tombóluprís eða 179.990 kr. staðgreitt.
Þetta er freistandi tilboð og á langtímaáætlun að fá sér svona græju. Því miður get ég ekki verið sá heppni sem eignast svona græju núna en mig langar að forvitnast um það hvernig þessi græja er búin að reynast.
Eruð þið að nota mismunandi hitastig í meskingu og er það sjálfvirkt? Þá meina ég hvort maður geti prógrammað alla meskinguna og svo yfirgefið pottinn á meðan.
Bara forvitni og vonandi stekkur einhver bruggari fljótt á þetta tilboð.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Við höfum verið mjög ánægðir með apparatið. Auðvelt í notkun og Þjóðverjarnir búnir að hugsa fyrir öllu.
Varðandi meskinguna þá er hægt að stilla að mig minnir 6 steps þar sem hvert hefur stillanlega lengd og hitastig.
Maður bara stillir þetta í byrjun og svo pípir meistarinn þegar það er komið að því að lyfta korninu upp úr og hefja suðu.