Að "sía" virtinn?

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
musikman
Villigerill
Posts: 14
Joined: 27. Jan 2010 16:45

Að "sía" virtinn?

Post by musikman »

Hæhæ

Ég var að lesa mig aðeins til og rakst á þetta
http://www.howtobrew.com/section1/chapter9-1.html" onclick="window.open(this.href);return false;

Ég kom eiginlega alveg af fjöllum því ég hef alltaf helt virtinum öllum í primary, hvort sem ég nota second fermenter eða ekki við gerjunina. Ekki einu sinni pælt í þessu.

Einsog hann tekur fram hefur þetta kannksi lítil áhrif ef ef þú setur á second fermentor en vill meina að það sé munur ef þú hefur þetta í 2-3 vikur í primary.

Langaði bara að spyrja hvort þetta sé eitthvað sem þið gerið eða pælið í.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Að "sía" virtinn?

Post by bergrisi »

Þegar ég er búinn að kæla þá hræri ég hressilega og læt standa í smá stund svo hratið sé í hrúgu á botninum. Svo er ég með krana á pottinum mínum og set sigti á gerjunarfötuna og allt lekur í gegnum sigtið. Þannig losna ég við eitthvað af þessu.

Veit að við notum margir svona sigti eins og IKEA er með. Smellpassar á gerjunarfötu.
http://www.ikea.is/products/6650" onclick="window.open(this.href);return false;
Image
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Að "sía" virtinn?

Post by gm- »

Ég sía hann nú aldrei, en reyni að skilja sem mest eftir í pottinum. Ef ég er að gera bjóra með mikið af humlum og gumsi þá læt ég oft renna úr pottinum í fötu, bíð í eins og 20 mín og siphona svo virtinn yfir í glercarboy sem ég nota sem primary.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Að "sía" virtinn?

Post by Idle »

Þegar ég var hvað virkastur, hellti ég stundum beint úr pottinum yfir í gerjunarfötuna. Það kom aldrei að sök. En yfirleitt reyndi ég að hræra öllu gumsinu upp í keilu í miðju pottsins, og dældi svo yfir í gerjunarfötuna (með þyngdaraflinu).
Þá var líka allur gangur á hve langan tíma bjórinn fékk í primary og/eða secondary. Hafði þó þá þumalputtareglu að fara aldrei yfir fjórar vikur í primary.

Persónulega myndi ég ekki nenna að þrífa sigti til viðbótar við allt annað eftir hverja lögn. Það hefur svo lítið upp á sig. :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Post Reply