Lítið gos í Tri-centennial lögun.

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
hallhalf
Villigerill
Posts: 18
Joined: 11. Dec 2012 23:29

Lítið gos í Tri-centennial lögun.

Post by hallhalf »

Sælir Fágunarfélagar. Við bruggfélagarnir settum Tri-Centennial lögun á flöskur fyrir 10 dögum. Það er afar lítið gos farið að myndast auk þess sem botnfallið er mjög laust í sér og það er ekki sest enn eftir þennan tíma. Þetta er önnur lögun okkar en sú fyrri innihélt nóg gos eftir aðeins 7 daga. Hefur einhver skýringu á þessu ?

Halldór, Molastöðum
Proppe
Kraftagerill
Posts: 113
Joined: 24. May 2012 00:29

Re: Lítið gos í Tri-centennial lögun.

Post by Proppe »

Mismunandi hitastig, hversu lengi bjórinn var í fötunni, sykurmagnið, hversu mikið ger fékk að fylgja með við átöppun...
Þetta er fjöldinn allur af breytum. 10 dagar er ekki svo mikið, bíddu bara og fáðu þér bjór.
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Lítið gos í Tri-centennial lögun.

Post by gm- »

Þolinmæði er nauðsynleg í þessum bransa, ég snerti ekki bjóra fyrr en eftir 3 vikur, veldur bara vonbrigðum.
Post Reply