Sælir Fágunarfélagar. Við bruggfélagarnir settum Tri-Centennial lögun á flöskur fyrir 10 dögum. Það er afar lítið gos farið að myndast auk þess sem botnfallið er mjög laust í sér og það er ekki sest enn eftir þennan tíma. Þetta er önnur lögun okkar en sú fyrri innihélt nóg gos eftir aðeins 7 daga. Hefur einhver skýringu á þessu ?
Mismunandi hitastig, hversu lengi bjórinn var í fötunni, sykurmagnið, hversu mikið ger fékk að fylgja með við átöppun...
Þetta er fjöldinn allur af breytum. 10 dagar er ekki svo mikið, bíddu bara og fáðu þér bjór.