Eru menn eitthvað að notast við gerstartera hérna almennt eða er þurrgerið allsráðandi.
Ég hef verið að velta þessu svolítið fyrir mér. Ameríkaninn virðist vera rosalega hrifinn af gerstarterum en hann er þó yfirleitt notaður með blautgeri þar sem það inniheldur venjulega ekki nægilegan frumufjölda til að pitcha beint í 20L.
Hvað eruð þið að nota í starterana, ég býst við því að dry malt extract sé the right way to go en hvar eruð þið að verða ykkur úti um það. (það er frekar dýrt í vínkjallaranum og frekar blóðugt að punga út 10.500kr fyrir 5 kílóa poka.
Annað sem mér datt í hug, ætli sé hægt að nota Egils Malt í starterinn þar sem það er að hluta til ógerjað Wort ásamt hvítum sykri. (hef lesið um að menn hafi notað svipaða drykki á homebrewtalk.
---Malta: http://en.wikipedia.org/wiki/Malta_(soft_drink" onclick="window.open(this.href);return false;))