Sælir félagar, ég var að lesa í bókinni "How to brew" í gærkvöldi og þar var langur kafli um steinefnainnihald og mismunandi sýrustigs virts. Kaflinn var svo flókinn að ég las hann á hundavaði, en engu að síður vöknuðu upp ýmsar spurningar við þennan lestur. Hefur einhver rannsakað hvernig íslenska vatnið kemur út í svona rannsóknum ?
Fer algjörlega eftir vatnsveitu, en fæstir eru eitthvað að velta sér upp úr vatnsbreytingum. Vatnið í Reykjavík er frekar mjúkt (lítið GH og KH) en með hátt (8-9) pH. Vegna lítils buffers þá dettur pH fljótt niður.
Þú ættir að geta fengið upplýsingar frá þinni vatnsveitu um vatnið þitt.
Stulli í Borg hefur talað um að okkar vatn hafi lítið steinefnainnihald og svipi til vatnsins í Pilsen: http://www.youtube.com/watch?v=J2WNXZ26SO4" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false; . Einhverjir hérna eru svo að bæta gipsi og epsom salti og fleiru við vatnið til að ná fram öðruvísi karakter.
Ég er reyndar minn eiginn vatnsveitustjóri, en hér í sveitinni eru flestir bæir með eigin vatnsveitu. Ég hef svo sem ekki miklar áhyggjur af efnainnihalds vatns hér á landi, en það er gaman að velta þessu fyrir sér.