hrafnkell wrote:Sniðugt að hnoða þetta á... Eru "endarnir" á netinu ekkert með einhver leiðindi við þig? Stinga putta, fast korn í þeim og svona? Ertu búinn að skoða hvort vatnið sé að flæða í gegnum kornið eða hvort það sé mikið að fara framhjá? Líklega nóg í gegnum kornið fyrst að nýtnin er þetta góð allavega.
Hvað þýðir 30 mesh annars.... 30 göt á fertommu eða eitthvað svoleiðis? Það eru oft sett 1.5-2mm göt í falska botna, þannig að net í sambærilegri möskvastærð ætti að vera í lagi.
Maður stingur sig stundum smá á þessu, en það er bara ofaná fötunni. Endarnir á netinu eru hnoðaðir á einn póstinn ap utanverðu og kornið er því almennt ekki í snertingu við endana. Svo lokaði ég öllu sem ég gat lokað með þessu stöffi:
http://www.einara.is/?item=80&v=item" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
Vatnið sprautast ca niður í miðja fötuna, en ég hræri reglulega í, svo það er stöðugt flæði um kornið.
Mesh er einhver US/UK skali á þéttleika nets. 30 mesh eru ca 0,6mm möskvar. Það er dálítið þétt og ef það er mikið korn í fötunni, þá þarf að hræra frekar oft og "skafa" veggina í henni, svo vökvinn eigi greiða leið út. Mætti s.s. vera aðeins grófara net, held ég. En ég læt þetta duga í bili.
