Bílskúrsbruggið mitt

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Bílskúrsbruggið mitt

Post by gm- »

Daginn daginn,

Var nú bara að finna þetta spjallborð í vikunni og ákvað því að kynna mig aðeins og sýna nokkrar myndir af setupinu mínu. ÉG er búsettur í N-Ameríku, en það er áhugavert að sjá hvað fólk er að gerja á klakanum, og kannski læra íslensku orðin á sumum af þessum búnaði, en þið munuð taka eftir ansi mikið af slettum frá mér.

Ég nota 34 lítra ketil (9 gal), 52 lítra mash tun (13 gal), 65000 BTU gasbrennara til að sjóða og koparkælikerfi (immersion chiller) til að ná cold break. Samtals kostaði þetta setup um 250$.

Í gerjun er ég með mína eigin American IPA uppskrift, Enskan special bitter og Belgískan hveitbjór með gæsaberjum og kóríander.

Á flöskum er ég með California common, West Coast IPA, Coffee Oatmeal Stout, Irish Cream Ale, Belgískan Dubbel og hunangs lager.

Hér er mynd af setupinu, mash tunið og ketillinn
Image

Ketillinn og brennarinn
Image

Svo nokkrar myndir frá síðasta bruggi sem ég gerði síðustu helgi, einfaldur amerískur IPA, smelli kannski uppskriftinni inn við tækifæri, en hann er um 6.9% ABV og 78 IBU.

Mashið
Image
Wortið að hitna
Image
Humlum bætt útí
Image
Kæling, cold breaki náð
Image
Og bjórinn tilbúinn fyrir gerið, liturinn alveg eins og ég planaði
Image

B.k
gm
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bílskúrsbruggið mitt

Post by bergrisi »

Velkominn. Gaman af þessum myndum.
Ertu búinn að vera í bjórgerð lengi?
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Bílskúrsbruggið mitt

Post by gm- »

bergrisi wrote:Velkominn. Gaman af þessum myndum.
Ertu búinn að vera í bjórgerð lengi?
Takk fyrir það, ég er ekki búinn að vera að svo lengi, var aðeins að prófa að kaupa tilbúinn wort fyrst um sinn, það er nokkuð algengt hérna úti, og eina sem þurfti að gera var að bæta við geri, gerja og setja svo á flöskur. Fór síðan í þetta fyrir alvöru síðasta vetur með all grain og það var ekki aftur snúið.

Kaupi núna maltað bygg í gegnum bruggbar hérna í bænum á frábæru verði, þannig að ég brugga svona 2-3 í mánuði.

Næsta skref hjá mér er að koma mér upp hitastýrðum gerjunarskáp svo ég geti masterað nokkra lagera og kölsch fyrir sumarið, hef aðalega verið í ölunum hingað.
Post Reply