Chipotle

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
viddi
Gáfnagerill
Posts: 216
Joined: 28. May 2010 16:21
Location: Hafnarfjörður

Chipotle

Post by viddi »

Veit einhver hvar ég gæti fengið chipotle? Það ku vera reykt jalapeno, vinsælt í tex/mex matargerð.
ViTo brugghús
Næst: Tripel
Í gerjun: Saison, Porter
Á kút: APA, Tunnuþroskaður stout
Á flösku: Haugur
Buy a man a beer and he wastes an hour. Teach a man to brew and he wastes a lifetime.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Chipotle

Post by Idle »

Ég hef velt þessu fyrir mér um skeið líka. Kunningi minn sem er einmitt frá Mexíkó, segist hvergi hafa fundið þetta hér á landi, heldur fær hann það sent frá fjölskyldunni í Mexíkó.

Einn staður sem ég á alltaf eftir að athuga er "pólska búðin" í Breiðholtinu (kort á Já.is). Þeir eru víst með sitthvað fleira en bara pólskar vörur. Annar möguleiki sem mér dettur í hug er Kostur. Ég gefst bara alltaf upp á að leita að einhverju þar.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Proppe
Kraftagerill
Posts: 113
Joined: 24. May 2012 00:29

Re: Chipotle

Post by Proppe »

Það er svosum hægt að reykja jalapeno heima hjá sér.
Þú getur tekið nokkra jalapeno, klofið langsum, raðað á ofnskúffu og sett inn í volgan ofn. Svo getur þú sett reykingarsag eins og þú færð í öllum veiðibúðum í álpappír, borið eld að og sett inn í ofninn og skotið smá eldi að þegar það fer að kulna.

Þannig reyki ég kjöt fyrir chilli con carne, með góðum árangri, og opnum glugga.
Post Reply