Malt tilraun

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Malt tilraun

Post by Andri »

Sælar, ég átti hérna tómt gallon carboy (um 4lítrar)
Á einhverjum þræði hérna var verið að ræða um sætleika malts og hvernig þetta er bruggað, ég ákvað bara að prófa að gerja þetta aðeins meira án þess að rannsaka neitt! :? Ég er bara nýbúinn að hella 3 lítrum af Egils malti & 1 líter af víking malti í þetta carboy, froðan er útaf því að ég helti þessu nokk rösklega í carboyið.
Ef þetta gerjast ekkert mun ég bæta sykri í þetta

OG 1.055, ég er með sykurflotvog frá 1969 eða eitthvað gamalt dót frá afa, þannig að hún sýnir ekki prósentuna sem þetta gæti gefið mér... ef þetta vill þá gerjast. Ég held að maltið sé bara leifturhitað til að drepa gerið og aðrar bakteríur þannig að það nær ekki að klára gerjunina.

Fann ekki gúmmítappann sem ég keypti um daginn þannig að gúmmíhettan þarna verður að vera þarna þangað til á morgun :evil:
Image
http://fagun.is/viewtopic.php?f=2&t=211
Tók svo eftir því að gítararnir mínir virðast ekki hafa jafnt bil á öllum stöðum þarna en það er akkúrat cm á milli þarna :P
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: Malt tilraun

Post by arnilong »

Þessi vatnslás er helvíti flottur!
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Malt tilraun

Post by Andri »

Ef maður væri glerblásari þá væri ekkert mál að græða smá pening á svona
Þetta er það sem alla heimabruggara vantar, plastdraslið virkar en þetta er ... pimping 8-)
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Malt tilraun

Post by Eyvindur »

Glervatnslás, nei takk... Ég er búinn að brjóta báða gler-smáhlutina mína (flotvog og hitamæli)... Reyni að takmarka glerhluti í brugghúsinu...
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Malt tilraun

Post by Andri »

þetta byrjaði bara að búbbla strax, það er meira að segja komið smá botnfall.... hefði kanski ekki átt að nota lager ger í þetta :oops:
Steam Malt lager? 8-)
Það er svo rosalega mikið líf í þessu að ég er hræddur um að ég þurfi að láta blow off á þetta
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
sigurjon
Kraftagerill
Posts: 142
Joined: 9. May 2009 01:38
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Malt tilraun

Post by sigurjon »

Oooh! Þú varðst fyrri til skömmin þín! ;)

Ég ætla að prófa þetta líka. Þetta virðist vera hin merkilegasta tilraun og verður gaman að sjá niðurstöðuna.
Gerjandi: Flat tire ale
Þroskandi: Mjöður
Smakkandi: Smje
Drekkandi: English bitter, hvítvín, Tripel
Hugsandi: Gerjað malt
User avatar
sigurjon
Kraftagerill
Posts: 142
Joined: 9. May 2009 01:38
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Malt tilraun

Post by sigurjon »

...og þessi retro vatnslás er meiriháttar! :fagun:
Gerjandi: Flat tire ale
Þroskandi: Mjöður
Smakkandi: Smje
Drekkandi: English bitter, hvítvín, Tripel
Hugsandi: Gerjað malt
User avatar
hallur
Kraftagerill
Posts: 56
Joined: 16. Jun 2009 09:06
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Malt tilraun

Post by hallur »

Flottir gítarar... Fender?

Annars er þetta flott tilraun hjá þér og verður gaman að fylgjast með þessu.
Gerjandi: ekkert
Þroskandi: ekkert
Smakkandi: ekkert
Drekkandi: lítið ... afsakið
Hugsandi: ALLT!!!
Hendandi: engu
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Malt tilraun

Post by Andri »

Yamaha & "Behringer" sem kærastan á... held að það séu einhverjar ódýrar típur af fender
Ég kem kanski með þetta á næsta fund, eru ekki rúmlega 20 dagar í það... kem kanski bara með 2-3 flöskur ef fundurinn verður stór

ehm.. sjáum til, vill að þetta fái að gerjast alveg :)
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Malt tilraun

Post by Eyvindur »

Ah, gamli góði Behringer.

Það væri gaman ef þið mynduð bera saman niðurstöður úr svona tilraun með lager og ölgeri.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Malt tilraun

Post by Andri »

það væri brilliant, ertu til í það kallinn? Ég held að það fást gallon carboy í ámunni á 3000 kall, þau henta vel í litla skamta
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Malt tilraun

Post by Andri »

Tók smá sample með vínþjófnum, svakalega mikið áfengisbragð af honum og örlítið maltbragð... sjáum hvernig þetta gerjast
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Malt tilraun

Post by Andri »

jæja, ég ákvað að láta þetta á flöskur, kanski fullsnemt en ... ég var eitthvað óþolinmóður og vildi endilega setja þetta á flöskur.
smakkaði smá og þetta var frekar dauft, ég tók eitthvað kjánalegt flipp og lét eitthvað rúgmjöl eða einhvern þannig andskota útí nokkrar flöskur.. sjáum hvað gerist allavegna, kem með þetta á fundinn næsta ;)
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
sigurjon
Kraftagerill
Posts: 142
Joined: 9. May 2009 01:38
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Malt tilraun

Post by sigurjon »

Damn! Ég sem var að vona að þetta yrði frambærilegur drykkur einn og sér, bara gerjaður. Það hefði verið svoooooooooo mikil snilld! :beer:
Gerjandi: Flat tire ale
Þroskandi: Mjöður
Smakkandi: Smje
Drekkandi: English bitter, hvítvín, Tripel
Hugsandi: Gerjað malt
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Malt tilraun

Post by Andri »

Fór í vinnuna með einn, leyfði strákunum að smakka eftir lokun og þeim fannst þetta bara fínt.
Ég keypti egils malt bjór og ákvað að bera hann saman við þennan, opnaði einn af mínum maltbjórum og hann gaus út um allt...
fyrir áflöskun þá setti ég sykurinn í 0,5 líter og sauð það til að uppleysa sykurinn, kældi og blandaði vel við restina af maltbjórnum þannig að mér finnst skrítið að ein flaska skyldi láta svona, þeir eru búnir að vera á sama stað við sama hitastig og flöskurnar voru dauðhreinsaðar.
Ég mun opna þessar sem ég kem með á fundinn yfir vaski eða á baði til að vera 100% á að sóða ekki allt út...
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
andrimar
Kraftagerill
Posts: 148
Joined: 3. Jun 2009 12:26
Location: Miðbær

Re: Malt tilraun

Post by andrimar »

Djöfull lýst mér vel á þetta, býð spenntur. Eihverjar nánari lýsingar á bragði eða verðum við bara að bíða? :)
Kv,
Andri Mar
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Malt tilraun

Post by Eyvindur »

Svona gos hlýtur annað hvort að tengjast ójafnri blöndun (hef lent í því og fengið falleg eldfjöll) eða sýkingu.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Malt tilraun

Post by Andri »

ég ætlaði að fara í það að lýsa bragðinu hérna en ég ætla ekki að opna fleiri fyrr en á fundinum, ég er núna búinn að opna tvo, fékk mér örlítið af einum í vinnunni en strákarnir kláruðu hann eigilega... og hinn bjórinn fékk sér örlítið af gardínum og fór ofan í veskið hjá kærustunni sem og á ýmislegt dót sem var á eldhúsborðinu þannig að eftir var hálfur goslaus bjór sem ég hafði enga lyst á
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
Post Reply