Misheppnuð bruggun:(

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
gautig
Villigerill
Posts: 8
Joined: 19. Apr 2011 10:06

Misheppnuð bruggun:(

Post by gautig »

Það hlaut að koma að því að bruggun myndi gersalega misheppnast hjá mér. Gerillinn dó og lögurinn fór að mygla. Hér er sagan: Eftir að lögurinn var tilbúinn þá setti og bruggunarílátið inn í bílskúr til að láta það kólna. Daginn eftir þá mældi ég hitann og var hann þá um 10 °C. Ég tók þá löginn inn í íbúð inn í tölvuherberi og hækkaði vel í ofninum. Nokkrum dögum síðar var hitinn kominn upp í 20°C og bætti ég þá gerinu við. Nokkrum dögum eftir það var lyktin orðin óbærileg í herberginu og flutti ég þá ílátið inn í bílskúr, þó svo að ég vissi að þar væri alltof kalt. Eftir um 2 vikur af bruggun þá eðlisþunga mældi ég löginn og var hann þá um 1.030 (hafði byrjað 1.055) og hiti rétt um 11°C. Ég flutti þá ílátið aftur inn í tölvuherbergi og vonaðist til að hitinn gæti komið brugguninni aftur af stað, en það gerðist ekki. Ekki átti ég til meiri bruggunarger og um 2 vikum síðar ákvað ég að prófa að koma gerjun aftur af stað með venjulegu þurrgeri. Ekki gekk það vel:(. Núna er skrítin berjalykt af leginum og ennþá er eðlisþyngd 1.030. Seinna í dag fer þetta allt í klósettið :oops: .
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Misheppnuð bruggun:(

Post by bergrisi »

Samhryggist!
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
gr33n
Kraftagerill
Posts: 51
Joined: 9. Sep 2012 21:59

Re: Misheppnuð bruggun:(

Post by gr33n »

á ekki að henda í nokkrar flöskur samt? Allt í lagi að sjá til hvernig hann er þrátt fyrir myglu ekki satt ;)
Mbk. Gísli

Fyrirhugað: Black IPA, 15%+ Stout og fleira
Í gerjun: IPA, Súr Saison
Í secondary: Enskur Barley Wine
Á dælu : Hulk vs. Simcoe pale ale
Á flöskum: Fabio - Habanero pale ale, Bloody Frenchmen with their chocolat mousse - Súkkulaðistout
#17
gautig
Villigerill
Posts: 8
Joined: 19. Apr 2011 10:06

Re: Misheppnuð bruggun:(

Post by gautig »

Það er of seint að henda í flöskur núna. Búinn að hella öllu niður :?
Post Reply