Er með fullan kút af blonde ale sem vantar smá spark í rassinn. Ég var ekki viss um hvaða humlategund myndi henta vel svo ég fyllti á 3 flöskur og lét smá mola af humlum/humli út í. Í fyrstu flöskuna setti ég Hallertauer Mittelfruh, svo E. Kent Goldings og svo Brewers gold í þá síðustu. Setti þær svo upp á hillu en mér skildist á því sem ég hef lesið að þurrhumlun í kulda gangi afar hægt. Hlakka svo til að sjá hvaða tilraun kemur best út. Þeir humlar fá þá að prýða Blonde-inn í kútnum.
ViTo brugghús
Næst: Tripel
Í gerjun: Saison, Porter
Á kút: APA, Tunnuþroskaður stout
Á flösku: Haugur
Buy a man a beer and he wastes an hour. Teach a man to brew and he wastes a lifetime.
Þetta varð áhugaverð tilraun. Smakkaði á veigunum á föstudaginn og setti glas af "óþurrhumluðum" blonde við hliðina á. Ég var sannfærður um að Mittelfruh yrði langbestur en annað kom á daginn. Heilmikill munur á þessum bjórum og ég get mælt með þessari aðferð til að læra betur á bragð af einstökum humlum. Prófaði meira að segja að blanda milli glasa til að fá vísbendingu um hvernig tvær tegundir myndu spila saman. Sannfærðist enn betur um að E.K. Goldings er mín humlategund og næsta skref er að demba einhverju magni af þeim humlum í kútinn. Hugmyndin er að útvega "óbragðbættan" tannþráð til að festa poka með humlunum í, klemma þráðinn svo upp meðfram lokinu og taka úr þegar bragðið er rétt.
ViTo brugghús
Næst: Tripel
Í gerjun: Saison, Porter
Á kút: APA, Tunnuþroskaður stout
Á flösku: Haugur
Buy a man a beer and he wastes an hour. Teach a man to brew and he wastes a lifetime.