Þetta er soldið sniðugt og gæti verið þægilegt. Væri gaman að fá álit fleiri á þessu. Ég er að reyna að safna geri og þar sem ég hef gaman að gera mismunandi stíla þá er allt að fyllast af ger krukkum hjá mér.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Gallinn við þetta er að þetta geymist líklega ekkert betur en þvegið ger... En þetta er klárlega betri aðferð en gerþvottur ef maður ætlar að brugga úr sama gerinu reglulega.
Ef að ger kostar 1500kall pakkinn, og það er gerpöntun með 4-6 mánaða millibili þá er 1500kall eiginlega betri díll en að standa í þessu IMO. Krukkurnar kosta, rafmagnið kostar og síðast en ekki síst tekur þetta tíma. Síðan endar maður oft á að henda geri sem maður notar ekki.
Þú ert alltaf með fresh ger, veist sirka cell count osfrv ef þú ert með fresh vial/activator.
Þetta kemur frá manni sem hefur bæði skolað og slantað.
Hinsvegar, hafi menn áhuga á því að taka sér tímann í þetta (sem sumir argua að sé hluti af hobbyinu, þeas að eyða tíma með agnarsmáu vinum sínum sem gerið er) þá er þetta ágætis/hressandi aðferð.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.