Bakkabrugg #2 - Sultur, IPA

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
Gunnar Ingi
Villigerill
Posts: 21
Joined: 18. Nov 2011 09:05

Bakkabrugg #2 - Sultur, IPA

Post by Gunnar Ingi »

Sælir ..

Þá er önnur afurð okkar félaga tilbúin til drykkju. (Gunnar Ingi, Gísli gr33n og Páll Ingi)

Bakkabrugg #2 - Sultur, IPA
Upplag: 48 Flöskur
Dagsetning bruggunar: 26.9.2012
ABV: 5,4%

Image

--

Image


Uppskrift:
Tri-Centennial IPA uppskrift frá Hrafnkeli (brew.is: http://www.brew.is/oc/uppskriftir/TriCentennialIPA" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;)


Korn
5 kg Pale Ale malt
380 gr Munich I malt
160 gr CaraPils malt
160 gr CaraMunich II

Humlar
25 gr Centennial (60 mín)
40gr Centennial (20 mín)
68 gr Centennial (5 mín)
29 gr Centennial (þurrhumla eftir 5 daga í gerjun)

OG: 1.068
FG: 1.024

Við lentum í því að gerið stoppaði í 1.028. Við bættum við hreinsuðu Nottingham geri til að reyna að koma því af stað aftur og náðum honum þá niður í 1.024 og þannig fór hann á flöskur.

Smökkun:
Unaðslegt bragð. Ekkert mikið hoppaður (miðað við aðra IPA bjóra), hugsa að hopheads eins og við erum bætum aðeins í næst, en með skemmtilegri, sætri, maltáferð sem kemur líklega til vegna þess að gerjunin stoppaði. Ýtti algerlega upp vonum okkar eftir smökkunina á BB #1 sem var súr og olli miklum vombrigðum.
Last edited by Gunnar Ingi on 31. Oct 2012 20:50, edited 1 time in total.
gr33n
Kraftagerill
Posts: 51
Joined: 9. Sep 2012 21:59

Re: Bakkabrugg #2 - Sultur, IPA

Post by gr33n »

Já, ég held að við þurfum að bæta meiru í þurrhumlunina. Fá meiri sítruslykt. Eiginlega það eina sem vantaði.
Mbk. Gísli

Fyrirhugað: Black IPA, 15%+ Stout og fleira
Í gerjun: IPA, Súr Saison
Í secondary: Enskur Barley Wine
Á dælu : Hulk vs. Simcoe pale ale
Á flöskum: Fabio - Habanero pale ale, Bloody Frenchmen with their chocolat mousse - Súkkulaðistout
#17
Post Reply