Sælir, er búinn að vera að skoða þetta hérna á síðunni en er ekki að átta mig á muninum á þessu relay og venjulegu?
Er SSR einhverskonar "dimmer" fyrir element eða?
SSR eru eins og nafnið gefur til kynna solid state (eins og transistor). Venjuleg relay eru með spólu og slitna því með tímanum. SSR þola að vera kveikt og slökkt á þeim með litlu millibili, jafnvel oft á sekúndu.
Þau virka ekki eins og dimmer, en það er hægt að fá þannig "effect" með því að slökkva og kveikja hratt á þeim.