Þetta er 9.8% ABV Imperial Stout
Ég er búinn að hlakka lengi til að smakka þennan bjór og verð að segja að ég bara kann ekki að meta þetta. Fyrsta bragðið sem kemur þegar maður drekkur hann er alveg frábært, góður stout með miklu bragði en svo kemur bragð sem ég bara þekki ekki, rosalega reykt bragð sem næstumþví jaðrar við reyktan lax!
Ég verð eginlega að játa það að þessi bjór er bara of mikið fyrir mig og ég ætla því ekki einu sinni að gefa honum einkunn.
Endilega einhver koma með raunverulegan bjórdóm um þennan bjór. Ég vil heyra góða lýsingu á því hvað þetta er.
Úlfar reyndar sagði eitt flott um hann um daginn og það var ,,Extreme brewing"
