Jæja, þá var loksins sett í fyrstu gerjun hjá okkur vinunum, en ákveðið var að fara í jólakryddaðan Hafraporter (uppskriftin frá Brew).
Ákvað að bæta við kanilstöng, vanillustöng, smá appelsínuhíði og hreinu kakódufti síðustu mínútuna í suðu.
En spurningin er, miðað við mælingar þá virðist Mash Efficiency vera um 68%, en OG var 1,060. Er það ekki svolítið lágt? Og hvernig hafa menn verið að ná því upp með BIAB aðferðinni?
Sjálfur lét ég þetta masha í klukkutíma við um 67°C (datt niður um 2 gráður þennan klukkutíma), dróg svo pokann upp úr baðinu eftir þennan tíma, setti á stórt hreint sigti og þrýsti þokkalega.
Er einhver önnur betri leið til að gera þetta til að fá hærri nýtni?