Hveitibjór, ógeðslegur... Sýktur ?

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176
Joined: 13. Mar 2011 20:03

Hveitibjór, ógeðslegur... Sýktur ?

Post by Gvarimoto »

Sælir, skellti í þennan

2,8kg Hveitimalt
880g Pilsner
200g munich 2
122g acidulated malt

35g hallertauer


Ger, 3068 afleggjari sem ég fékk sendan að sunnan

Bragðast hryllilega, eins og að drekka svona nagglalakkaeyðir, virkilega súrt bragð af öllum sem ég hef prófað (ca 10 flöskur) Strax og ég opna þá fer allt gerið úr botninum og í einhverja hringrás, samt froðar ekkert óvenjulega ef hann er kaldur.

Sýktur ?

Ég get amk ekki lyktað af þessu einusinni. Fannst það skrítið einmitt daginn eftir að ég setti gerið í þá var ógeðsleg lykt af þessu öllu, svona eins og údlið ger eða gamalt.

Fyrsti sýkti skammturinn á 1 og hálfu ári, það verður að teljast ágætt :)
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Hveitibjór, ógeðslegur... Sýktur ?

Post by Idle »

Gvarimoto wrote:Bragðast hryllilega, eins og að drekka svona nagglalakkaeyðir, virkilega súrt bragð af öllum sem ég hef prófað (ca 10 flöskur)
Þykir nú heldur ólíklegt að um sýkingu sé að ræða. Þær má yfirleitt sjá í formi allskyns miður geðslegra kekkja og skánar í gerjunarfötunni, og áreiðanlega með tilheyrandi lykt.

Hvert var gerjunarhitastigið hjá þér? Lýsingin gæti alveg passað við að gerjunarhitastigið hafi verið alltof hátt. Það er a. m. k. það fyrsta sem mér dettur í hug.
Svo er vissulega möguleiki að gerið hafi ekki verið nógu heilbrigt, eða ekki nóg af því.

Færði þráðinn þinn hingað yfir, þar sem þetta snertir vissulega bjórgerð. :)

Uppfært: Ef þetta er ekki sýking, þá er möguleiki að bjórinn lagist eitthvað eftir lengri tíma á flöskum.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176
Joined: 13. Mar 2011 20:03

Re: Hveitibjór, ógeðslegur... Sýktur ?

Post by Gvarimoto »

Málið er að hann er að versna með tímanum....

Þegar ég opna flöskuna þá fer allt gerið af stað líka, sem ég hef ekki séð gerast áður.

Það var vond lykt af gerinu sjálfu, en bjórinn er bara ódrekkanlegur....
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Hveitibjór, ógeðslegur... Sýktur ?

Post by Idle »

Tja, án þess að vita meira um gerjunarhitastigið, hve lengi hann var í gerjun, hve lengi á flöskum o. þ. h., er þetta það skásta sem mér kemur til hugar.

Það er möguleiki að um acetobacter sýkingu sé að ræða. Getur verið bölvuð lykt af slíku, en held að almennt hallist hún heldur nær ediki en naglalakkseyði. Hef sjálfur orðið fyrir því að bjór sem ég gerði breyttist hreinlega í edik, en það var þó í gerjunartunnunni, svo ég hafði ekki fyrir því að setja hann á flöskur.

Virtist allt vera í lagi við átöppun, eða var þessi lykt og bragð þegar komin þá? Ef ekki, passaðirðu nægilega vel upp á hreinlætið og sótthreinsun á flöskunum (ég veit, þetta er eins og að biðja fólk um að endurræsa tölvurnar sínar)?
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176
Joined: 13. Mar 2011 20:03

Re: Hveitibjór, ógeðslegur... Sýktur ?

Post by Gvarimoto »

Idle wrote:Tja, án þess að vita meira um gerjunarhitastigið, hve lengi hann var í gerjun, hve lengi á flöskum o. þ. h., er þetta það skásta sem mér kemur til hugar.

Það er möguleiki að um acetobacter sýkingu sé að ræða. Getur verið bölvuð lykt af slíku, en held að almennt hallist hún heldur nær ediki en naglalakkseyði. Hef sjálfur orðið fyrir því að bjór sem ég gerði breyttist hreinlega í edik, en það var þó í gerjunartunnunni, svo ég hafði ekki fyrir því að setja hann á flöskur.

Virtist allt vera í lagi við átöppun, eða var þessi lykt og bragð þegar komin þá? Ef ekki, passaðirðu nægilega vel upp á hreinlætið og sótthreinsun á flöskunum (ég veit, þetta er eins og að biðja fólk um að endurræsa tölvurnar sínar)?

Jájá, nota starsan eins og alltaf á allt, og vel af því. Flaskaði öðrum bjór á sama tíma eða daginn eftir með sömu græjum sem kom bara mjög vel út. (þessvegna grunar mig ger-afleggjarann)

Gerjunarhitastig var u.þ.b 20°c, helv hitinn fyrir norðan gerði mér erfitt fyrir að stjórna því.
2-3 vikur á flöskum (mikið að gera tíminn flýgur svo ég er ekki alveg með það á hreinu)

Við átöppun var bjórinn mjög fínn, en það var samt þessi vonda ger-lykt
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Hveitibjór, ógeðslegur... Sýktur ?

Post by helgibelgi »

Hversu lengi hafðirðu bjórinn í gerjun? Ég hef smakkað hveitibjóra sem hafa verið mjög stutt í gerjun og bragðast hræðilega þess vegna. En ef það er vandamálið þá ætti hann að lagast með tímanum á flöskum.

Hvað var OG og FG annars?
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176
Joined: 13. Mar 2011 20:03

Re: Hveitibjór, ógeðslegur... Sýktur ?

Post by Gvarimoto »

helgibelgi wrote:Hversu lengi hafðirðu bjórinn í gerjun? Ég hef smakkað hveitibjóra sem hafa verið mjög stutt í gerjun og bragðast hræðilega þess vegna. En ef það er vandamálið þá ætti hann að lagast með tímanum á flöskum.

Hvað var OG og FG annars?

OG 1042
FG 1010

Hann var kannski 10 daga eða svo í gerjun, ekki alveg með það á hreinu.
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Hveitibjór, ógeðslegur... Sýktur ?

Post by helgibelgi »

Mér finnst þetta skrítið. Ég ætla að veðja á sýkingu frekar en gerjunarvandamál. Þetta naglalakkabragð er eitthvað furðulegt, hljómar eins og einhvers konar sýking.

Þetta er alger synd, mér sýnist þetta vera sama uppskrift og ég hef notað og hún er mjög solid. Langbesti hveitibjórinn sem ég hef smakkað. Prófaðu bara aftur!
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Hveitibjór, ógeðslegur... Sýktur ?

Post by hrafnkell »

http://www.howtobrew.com/section4/chapter21-2.html" onclick="window.open(this.href);return false;

http://www.homebrewtalk.com/f14/if-smel ... ne-297153/" onclick="window.open(this.href);return false;
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176
Joined: 13. Mar 2011 20:03

Re: Hveitibjór, ógeðslegur... Sýktur ?

Post by Gvarimoto »

Eftir þennan lestur frá þér hrafnkell þá ákvað ég að prófa flösku sem er búin að vera inní kæli í marga daga.



Það er ekkert að honum!

Virkilega góður bjór, þessi sem ég er að drekka núna amk :)

Setti allar flöskurnar inní kæli svo er bara að bíða í viku og sjá :)
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Hveitibjór, ógeðslegur... Sýktur ?

Post by helgibelgi »

Jæja flott! Hvað heldurðu að hafi verið vandamálið þá?
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176
Joined: 13. Mar 2011 20:03

Re: Hveitibjór, ógeðslegur... Sýktur ?

Post by Gvarimoto »

helgibelgi wrote:Jæja flott! Hvað heldurðu að hafi verið vandamálið þá?

Gamalt ger ? Grunar það mest
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Hveitibjór, ógeðslegur... Sýktur ?

Post by helgibelgi »

Já ok, gerðirðu ekki starter?
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176
Joined: 13. Mar 2011 20:03

Re: Hveitibjór, ógeðslegur... Sýktur ?

Post by Gvarimoto »

helgibelgi wrote:Já ok, gerðirðu ekki starter?

Jú gerði það en starterinn var reyndar 1060 eða eitthvað, gæti hafa haft þessi áhrif
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Hveitibjór, ógeðslegur... Sýktur ?

Post by sigurdur »

Það má vera að gerið hafi verið sýkt.

Ég sendi þér krukkuna norður. Ég finn eitthvað smá hint af einhverju óbragði (mjög minimalt - fannst ekki við gerjun), það má vera að þetta hafi komið frá þeim stað sem ég fékk krukkuna .. eða staðnum á undan.
Ég held að þetta sé ger sem er búið að vera að rótera síðan fyrir ári síðan.

Allavegana þá er ég að sjá svona pellicles í hinni krukkunni sem ég tók frá .. ég mun ekki nota hana ;-)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Hveitibjór, ógeðslegur... Sýktur ?

Post by hrafnkell »

Ársgömul, margþrifin gerkaka er gerkaka sem ég myndi ekki vilja nota..
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Hveitibjór, ógeðslegur... Sýktur ?

Post by helgibelgi »

hrafnkell wrote:Ársgömul, margþrifin gerkaka er gerkaka sem ég myndi ekki vilja nota..
lol

en þökk sé þér, Hrafnkell, þá er hægt að panta þessa tegund inn ferska með reglulegu millibili (á mannsæmandi verði) svo að þetta tilheyrir vonandi fortíðinni, amk hvað varðar normið.
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176
Joined: 13. Mar 2011 20:03

Re: Hveitibjór, ógeðslegur... Sýktur ?

Post by Gvarimoto »

sigurdur wrote:Það má vera að gerið hafi verið sýkt.

Ég sendi þér krukkuna norður. Ég finn eitthvað smá hint af einhverju óbragði (mjög minimalt - fannst ekki við gerjun), það má vera að þetta hafi komið frá þeim stað sem ég fékk krukkuna .. eða staðnum á undan.
Ég held að þetta sé ger sem er búið að vera að rótera síðan fyrir ári síðan.

Allavegana þá er ég að sjá svona pellicles í hinni krukkunni sem ég tók frá .. ég mun ekki nota hana ;-)
Haha jæja þá er þessi leindardómur staðfestur !

Þakka samt kærlega fyrir allt vesenið við að senda þetta til mín :)
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Hveitibjór, ógeðslegur... Sýktur ?

Post by sigurdur »

Það er lítið mál .. bara slæmt að fór sem fór ..
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176
Joined: 13. Mar 2011 20:03

Re: Hveitibjór, ógeðslegur... Sýktur ?

Post by Gvarimoto »

sigurdur wrote:Það er lítið mál .. bara slæmt að fór sem fór ..

Þýðir ekkert að velta sér uppúr því núna :)
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
Post Reply