Í tunnum þessa dagana

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Í tunnum þessa dagana

Post by Classic »

Hef verið latur við að tjá mig upp á síðkastið, ætli ekki sé réttast að henda inn þeim drykkjum sem eru í gerjun eins og er, og væntanlegir í tunnuna næstu daga, þó ekki sé nema bara til að sýna miðana.

Fyrstur er Kölsch-stílbrotið Müller, bruggaður 11. júlí, fer á flöskur snemma í næstu viku.
OG 1,044
IBU 21,3
SRM 6,6
Áætlað FG 1,009, alc. 4,4%

í 21l:
2,2kg Light DME (helmingur late addition)
200g CaraPils
50g Caramunich

17g Styrian Goldings (60)
20g Hersbrucker (60)

1tsk Fjörugrös (15)
1pk US-05

Image
---

Næst kemur Apabróðir, APA, nema hvað. Bruggaður 19. júlí, sömuleiðis væntanlegur á flöskur í næstu viku sýnist mér á dagatalinu:
OG 1,055
IBU 40,2
SRM 9,3
Áætlað FG 1,010, alc. 5,4%

í 22l:
2,8kg Light DME (helmingur late addition)
200g CaraPils
250g Caramunich

17g Simcoe (60)
12g Citra (60)
12g Simcoe (0)
12g Citra (0)

1tsk Fjörugrös (15)
1pk US-05

Image
---

Allt að gerast í næstu viku, því við fyrsta tækifæri eftir að tunna losnar er loksins komið að því að smella í reyköl úr þykkninu sem Hrafnkell var svo góður að geta útvegað mér. Sjaldséður andskoti víst þetta reykextrakt, svo það er eins gott að þessi heppnist:

OG 1,054
IBU 23,1
SRM 14 (tekið með fyrirvara, þurfti að "stofna" extraktið í Brewtarget, gæti vel hafa sett einhverja tóma steypu í litreitinn)
Áætlað FG 1,011, alc. 5,6%

í 23l (áætlað):
4kg Rauch LME (helmingur late addition)

60g Hersbrucker (60)

1tsk Fjörugrös (15)
1pk US-05

Image
Sennilega ætti R-ið í Reyköl að vera rautt líka, eru jú þrír rauðir stafir framan á Schlenkerla flöskunum. Hef alveg nokkrar vikur áður en að því kemur að prenta þetta, snurfusa þetta þegar nær dregur. Önnur hugmynd að nafni var Ragnar Reykás. Hefði sennilega verið erfitt að photosjoppa hann framan á flöskumiða :P
EDIT: uppfærður miði, tal um skort á rauðum stöfum úrelt.
Last edited by Classic on 1. Aug 2012 21:43, edited 1 time in total.
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Í tunnum þessa dagana

Post by bergrisi »

Flottir miðar og spennandi drykkir.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Í tunnum þessa dagana

Post by hrafnkell »

Ég bíð spenntur eftir þér á næstu fundi :P
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Í tunnum þessa dagana

Post by bergrisi »

Er að smakka Kristjaníu núna. Virkilega góður.
Ekki of mikið reyktur, flott jafnvægi. Rennur ljúflega niður.

Takk fyrir.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Í tunnum þessa dagana

Post by bergrisi »

Smakkaði Drýsilinn sem þú skildir eftir á fundinum. Það er klassa bjór. Ég er alveg fallinn fyrir þessum millidökku bjórum og þetta er með betri heimagerðum bjórum sem ég hef smakkað.

Takk fyrir mig.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Í tunnum þessa dagana

Post by Classic »

Takk fyrir það. Drýsillinn hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda. Vill svo skemmtilega til, hafi einhver áhuga, að ég var einmitt bara í gær að teikna uppskriftina upp fyrir AG til að henda í framtíðarplönin mín:

Code: Select all

 Drysill - Extra Special/Strong Bitter (English Pale Ale)
================================================================================
Batch Size: 21.000 L
Boil Size: 24.000 L
Boil Time: 1.000 hr
Efficiency: 80%
OG: 1.054
FG: 1.011
ABV: 5.7%
Bitterness: 21.3 IBUs (Rager)
Color: 17 SRM (Morey)

Fermentables
================================================================================
                       Name  Type    Amount Mashed Late Yield Color
       Pale Malt (2 Row) UK Grain  4.200 kg    Yes   No   78%   3 L
 Caramel/Crystal Malt - 60L Grain 200.000 g     No   No   74%  60 L
         Cara-Pils/Dextrine Grain 250.000 g     No   No   72%   2 L
        Chocolate Malt (UK) Grain 140.000 g     No   No   73% 450 L
Total grain: 4.790 kg

Hops
================================================================================
             Name Alpha   Amount        Use       Time   Form IBU
 Styrian Goldings  4.0% 18.000 g First Wort   1.000 hr Pellet 3.9
          Fuggles  4.7% 18.000 g First Wort   1.000 hr Pellet 4.6
 Styrian Goldings  4.0% 18.000 g       Boil 30.000 min Pellet 5.9
          Fuggles  4.7% 18.000 g       Boil 30.000 min Pellet 6.9
 Styrian Goldings  4.0% 18.000 g      Aroma    0.000 s Pellet 0.0
          Fuggles  4.7% 18.000 g      Aroma    0.000 s Pellet 0.0

Yeast
================================================================================
                 Name Type Form   Amount   Stage
 Danstar - Nottingham  Ale  Dry 11.000 g Primary
Einhverjum kommum lægri bæði í beiskju og lit en síðasta batch, þó setja megi spurningamerki við suma útreikningana á gömlu extrakt uppskriftunum, sérstaklega í beiskjunni, út af síðviðbót á extrakti...
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Í tunnum þessa dagana

Post by Plammi »

Var að reyna að púsla honum saman í Beersmith 2 miðað við efni sem brew.is býður uppá, er þetta ekki nokkuð nálægt?

Drýsill:
------------
Amt Name Type # %/IBU
4,20 kg Pale Malt 2-row (Weyermann) (5,9 EBC) Grain 1 87,7 %
0,25 kg Carapils (Briess) (2,6 EBC) Grain 2 5,2 %
0,20 kg Caramunich III (Weyermann) (111,9 EBC) Grain 3 4,2 %
0,14 kg Carafa Special II (Weyermann) (850,1 EBC Grain 4 2,9 %
18,00 g Fuggles [4,70 %] - Boil 60,0 min Hop 5 12,4 IBUs
18,00 g Goldings, East Kent [6,50 %] - Boil 60,0 Hop 6 17,1 IBUs
18,00 g Fuggles [4,70 %] - Boil 30,0 min Hop 7 9,5 IBUs
18,00 g Goldings, East Kent [6,50 %] - Boil 30,0 Hop 8 13,2 IBUs
18,00 g Fuggles [4,70 %] - Boil 0,0 min Hop 9 0,0 IBUs
18,00 g Goldings, East Kent [6,50 %] - Boil 0,0 Hop 10
1,0 pkg Nottingham (Danstar #-) [23,66 ml] Yeast 11 -

Est Original Gravity: 1,056 SG
Est Final Gravity: 1,012 SG
Estimated Alcohol by Vol: 5,7 %
Bitterness: 52,2 IBUs
Calories: 427,1 kcal/l
Est Color: 35,8 EBC
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Í tunnum þessa dagana

Post by Classic »

Magntölur eru nokkurn veginn á pari og skipt út skv. töflunni hans Hrafnkels, en athugaðu að fyrsta humaviðbót er "First Wort Hops", þ.e. ekki sett út í í byrjun suðu, heldur strax og virtinn rennur af korninu, sem virðist skila minni beiskju skv. útreikningum.
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
Post Reply