Fyrstur er Kölsch-stílbrotið Müller, bruggaður 11. júlí, fer á flöskur snemma í næstu viku.
OG 1,044
IBU 21,3
SRM 6,6
Áætlað FG 1,009, alc. 4,4%
í 21l:
2,2kg Light DME (helmingur late addition)
200g CaraPils
50g Caramunich
17g Styrian Goldings (60)
20g Hersbrucker (60)
1tsk Fjörugrös (15)
1pk US-05

---
Næst kemur Apabróðir, APA, nema hvað. Bruggaður 19. júlí, sömuleiðis væntanlegur á flöskur í næstu viku sýnist mér á dagatalinu:
OG 1,055
IBU 40,2
SRM 9,3
Áætlað FG 1,010, alc. 5,4%
í 22l:
2,8kg Light DME (helmingur late addition)
200g CaraPils
250g Caramunich
17g Simcoe (60)
12g Citra (60)
12g Simcoe (0)
12g Citra (0)
1tsk Fjörugrös (15)
1pk US-05

---
Allt að gerast í næstu viku, því við fyrsta tækifæri eftir að tunna losnar er loksins komið að því að smella í reyköl úr þykkninu sem Hrafnkell var svo góður að geta útvegað mér. Sjaldséður andskoti víst þetta reykextrakt, svo það er eins gott að þessi heppnist:
OG 1,054
IBU 23,1
SRM 14 (tekið með fyrirvara, þurfti að "stofna" extraktið í Brewtarget, gæti vel hafa sett einhverja tóma steypu í litreitinn)
Áætlað FG 1,011, alc. 5,6%
í 23l (áætlað):
4kg Rauch LME (helmingur late addition)
60g Hersbrucker (60)
1tsk Fjörugrös (15)
1pk US-05

Sennilega ætti R-ið í Reyköl að vera rautt líka, eru jú þrír rauðir stafir framan á Schlenkerla flöskunum. Hef alveg nokkrar vikur áður en að því kemur að prenta þetta, snurfusa þetta þegar nær dregur. Önnur hugmynd að nafni var Ragnar Reykás. Hefði sennilega verið erfitt að photosjoppa hann framan á flöskumiða
EDIT: uppfærður miði, tal um skort á rauðum stöfum úrelt.