Þetta er lofsverður umræðuvefur sem hér hefur verið komið á laggirnar - eða í gerjun, ef vill. Hér má þegar finna margvíslegan fróðleik og hið vænsta fólk, að því er mér virðist.
Ég á enn eftir að þreyta frumraunina í ölbruggun, en er þó búinn að velja viðfangsefnið og kaupa megnið af hráefnunum. Sem mat- og ölgæðingi finnst mér ekki rétt (bragðlaukanna vegna) að byrja á tilbúinni duft og vatn lausn, og gróf því upp áhugaverða uppskrift af Braggot; velskur hunangsmjöður sem þó nýtir malt og humla líkt og góð öl.
Mun eflaust láta ljós mitt skína frekar þegar ég byrja að sjóða og hræra.
Fyrirhugað: Bruggpása. Í gerjun: Ekkert. Í þroskun / lageringu: Ekkert. Á flöskum: Ekkert. Bruggað (AG): 588 l.
Braggot er held ég ekki flokkaður sem mjöður, frekar en bjór... Þetta er akkúrat mitt á milli. Einmitt stíll sem ég hef lengi verið spenntur fyrir. Láttu endilega vita hvernig gengur!
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
Að gerjast: Ekkert Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
Fannst eins og ég hef svarað þessu en ég hef örugglega ekki ýtt á "submit"
Það væri örugglega skemtilegt að prufa að gera braggot, ég myndi þá humla það
en hvernig er skilgreiningin á braggot, þarf ákveðið hlutfall að vera hunang og ákveðið hlutfall að vera korn?
Í gerjun : Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)