Sigurður hér - og þar

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Sigurður hér - og þar

Post by Idle »

Heil og sæl, öllsömul.

Þetta er lofsverður umræðuvefur sem hér hefur verið komið á laggirnar - eða í gerjun, ef vill. Hér má þegar finna margvíslegan fróðleik og hið vænsta fólk, að því er mér virðist.

Ég á enn eftir að þreyta frumraunina í ölbruggun, en er þó búinn að velja viðfangsefnið og kaupa megnið af hráefnunum. Sem mat- og ölgæðingi finnst mér ekki rétt (bragðlaukanna vegna) að byrja á tilbúinni duft og vatn lausn, og gróf því upp áhugaverða uppskrift af Braggot; velskur hunangsmjöður sem þó nýtir malt og humla líkt og góð öl.

Mun eflaust láta ljós mitt skína frekar þegar ég byrja að sjóða og hræra.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Sigurður hér - og þar

Post by Eyvindur »

Hjartanlega velkominn.

Braggot er held ég ekki flokkaður sem mjöður, frekar en bjór... Þetta er akkúrat mitt á milli. Einmitt stíll sem ég hef lengi verið spenntur fyrir. Láttu endilega vita hvernig gengur!
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Sigurður hér - og þar

Post by Idle »

Einmitt þetta með flokkunina sem er nokkuð ruglingslegt. Líklega þarf alveg nýtt nafn á þetta brugg, t. d. "mjölur" (þó ekki "mjöl") úr miði og öli? ;)

Er sem stendur að afla mér tilboða í stálpott áður en ég yfirgef landið um skamma hríð. Reikna með að byrja um næstu mánaðamót.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
sigurjon
Kraftagerill
Posts: 142
Joined: 9. May 2009 01:38
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Sigurður hér - og þar

Post by sigurjon »

Blessaður Sigurður og velkominn á svæðið.

Mjölur er alla vega betra orð en það sem mér datt í hug: ,,Bjöður". Hljómar eins og ,,viðbjöður..." :?

Skál! :beer:
Gerjandi: Flat tire ale
Þroskandi: Mjöður
Smakkandi: Smje
Drekkandi: English bitter, hvítvín, Tripel
Hugsandi: Gerjað malt
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Sigurður hér - og þar

Post by Hjalti »

Mjölur er cool orð fynnst mér :)

Væri gaman að heyra hvernig þetta smakkast!
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Sigurður hér - og þar

Post by Andri »

Fannst eins og ég hef svarað þessu en ég hef örugglega ekki ýtt á "submit"
Það væri örugglega skemtilegt að prufa að gera braggot, ég myndi þá humla það
en hvernig er skilgreiningin á braggot, þarf ákveðið hlutfall að vera hunang og ákveðið hlutfall að vera korn?
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
Post Reply