Honey Weizen

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
User avatar
sigurjon
Kraftagerill
Posts: 142
Joined: 9. May 2009 01:38
Location: Reykjavík
Contact:

Honey Weizen

Post by sigurjon »

Við Hallur erum búnir að vera duglegir í kvöld og lögðum í þriðju virt á jafnmörgum vikum. Í þetta skipti var það Honey Weizen sem varð fyrir valinu. Í fyrramálið verður flotvogin sett í og mæling fer fram. Í kjölfarið fer gerið í tunnuna og byrjar að háma í sig maltósann... :beer:
Gerjandi: Flat tire ale
Þroskandi: Mjöður
Smakkandi: Smje
Drekkandi: English bitter, hvítvín, Tripel
Hugsandi: Gerjað malt
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Honey Weizen

Post by Oli »

Duglegir eru þið!
Skella inn uppskriftum fyrir okkur hina :beer:
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
sigurjon
Kraftagerill
Posts: 142
Joined: 9. May 2009 01:38
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Honey Weizen

Post by sigurjon »

Blessaður Óli og takk fyrir hólið.

Við förum í raun nokkuð nákvæmlega eftir uppskriftinni sem fylgir kittinu. Við ákváðum að setja hunangið í eftir 40 mínútna suðu, en skv. uppskriftinni á að setja það í eftir 30 mínútur fyrir mjúkan hunangskeim, en eftir 50 mínútur fyrir mikið hunangsbragð. Við ákváðum að fara milliveginn. Annars fórum við nákvæmlega eftir uppskriftinni, nema að við létum byggið liggja í lausninni lengur en gert er ráð fyrir, þar sem við vorum of uppteknir við að hlæja... :lol:
Gerjandi: Flat tire ale
Þroskandi: Mjöður
Smakkandi: Smje
Drekkandi: English bitter, hvítvín, Tripel
Hugsandi: Gerjað malt
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Honey Weizen

Post by Oli »

já ok er þetta kit frá Northern Brewer?
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Honey Weizen

Post by Eyvindur »

Ég er mjög ánægður með Honey Weizen kittið frá Midwest. Gerði það fyrir nokkrum mánuðum og líkar mjög vel. Ég setti hunangið reyndar bara út í gerjunarkútinn og hrærði eins og óður maður. Enda er mjög mikið hunangsbragð af honum.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
hallur
Kraftagerill
Posts: 56
Joined: 16. Jun 2009 09:06
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Honey Weizen

Post by hallur »

Svo ætlum við að skella í fjórðu lögun eftir viku... Fyrsta umferðin okkar er komin á flöskur til lokameðferðar. Í næstu umferð vorum við að velta fyrir okkur að ná okkur í tvær gerðir af stout, roðaöli og dökkum hveitibjór (sem ætti náttúrulega að kallast heilhveitibjór... eða speltbjór). Það er hins vegar ein mjög spennandi tegund sem okkur langar að taka með haustinu og það er einhver java kaffi stout með súkkulaðikeim. Vonandi sér konan þá ljósið og fer að drekka bjór eða stout.
Gerjandi: ekkert
Þroskandi: ekkert
Smakkandi: ekkert
Drekkandi: lítið ... afsakið
Hugsandi: ALLT!!!
Hendandi: engu
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: Honey Weizen

Post by arnilong »

Þið eruð ansi öflugir í þessu, flottir gæjar hér á ferð! :beer:
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Honey Weizen

Post by Eyvindur »

Svakalega hljómar þetta vel. Ef þú vilt koma konunni á bragðið á dökkum bjór (eða kannski bara bjór yfir höfuð) mæli ég með að skoða porter. Einmitt mikill kaffi/súkkulaðikeimur, en minni brennd beiskja. Konan mín er allavega afskaplega hrifin af Fuller's London Porter, og reyndar ekki síður af hafra-porternum mínum ;) ... Mæli alveg með því. Einn af mínum uppáhalds stílum. Yndislegur desertbjór.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
sigurjon
Kraftagerill
Posts: 142
Joined: 9. May 2009 01:38
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Honey Weizen

Post by sigurjon »

Takk fyrir innlitin strákar.

Flotvogin sýndi 1054 í morgun og gerið er farið að vinna vel á sykurkeðjunum...

Annars er það rétt að við erum ansi öflugir og ætlum okkur að taka þetta með trompi, en gæta þess um leið að hafa forsjá með kappinu (get out of the closet or I'll cap this bitch!).

Státarnir eru okkur ofarlega í huga og er ætlunin að prófa Irish stout og Cream stout. Eru þeir bjórar líkir, eða eru þeir kannske bara ólíkir, eða með ólíkindum? :shock:
Gerjandi: Flat tire ale
Þroskandi: Mjöður
Smakkandi: Smje
Drekkandi: English bitter, hvítvín, Tripel
Hugsandi: Gerjað malt
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Honey Weizen

Post by Andri »

sigurjon wrote:Við Hallur erum búnir að vera duglegir í kvöld og lögðum í þriðju virt á jafnmörgum vikum. Í þetta skipti var það Honey Weizen sem varð fyrir valinu. Í fyrramálið verður flotvogin sett í og mæling fer fram. Í kjölfarið fer gerið í tunnuna og byrjar að háma í sig maltósann... :beer:
Hversvegna settuð þið gerið í á næsta degi? Láta virtinn ná hitastiginu sem hann mun gerjast við?
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
sigurjon
Kraftagerill
Posts: 142
Joined: 9. May 2009 01:38
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Honey Weizen

Post by sigurjon »

Mikið rétt Andri.

Málið er að við eigum ekki virtarkælispíral og hellum köldu vatni með sjóðandi heitri pottblöndunni að kveldi og lokum vel fyrir í tunnuna. Þá er virtin enn of heit til að setja gerið saman við. Það er líka næsta öruggt að morguninn eftir er virtin búin að ná herbergishitastigi og mun haldast þannig næstu sólarhringana, meðan gersveppurinn vinnur á sykurleðjunni, án þess að við eigum það á hættu að hitastigið breytist nema örlítið.

Ég heyrði því fleygt einhvern tímann að gerið þyldi ekki hitabreytingar og hef bitið það vel í mig að láta herbergishitann ekki breytast neitt að ráði meðan gerjun fer fram. Þess vegna er ég svolítið stressaður að láta virtina ná réttu hitastigi áður en blessað gerið er sett saman við.
Gerjandi: Flat tire ale
Þroskandi: Mjöður
Smakkandi: Smje
Drekkandi: English bitter, hvítvín, Tripel
Hugsandi: Gerjað malt
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Honey Weizen

Post by Oli »

Það er meiri áhætta á að fá óæskilegar bakteríur í virtinn þegar kælinginn er svona hæg, en kannski meiri áhætta á því að dímetylsúlfít heldur áfram að myndast í virtinum eftir suðu og veldur "off flavor".
Spurning hvort þið gætuð fryst nokkrar 2ja lítra vatnsflöskur, hreinsað þær vel og smellt í virtinn eftir suðu til að ná hitastiginu niður?
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Honey Weizen

Post by Eyvindur »

Á hinn bóginn, ef ílátið er loftþétt, er þetta ekki stórmál. Margir nota svokallaða "no chill method", eða hæga kælingu. Þá loka þeir virtinn inni í loftéttri fötu (eða, enn betra, ná að gera pottinn sjálfan loftþéttan) og láta virtinn kólna yfir nótt. Þetta er vissulega meiri áhætta en að snöggkæla, en virðist samt geta gefið góða raun...
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
sigurjon
Kraftagerill
Posts: 142
Joined: 9. May 2009 01:38
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Honey Weizen

Post by sigurjon »

Sælir strákar.

Ég geri ráð fyrir því að kaupa kælispíral með næstu pöntun, þannig að...
Gerjandi: Flat tire ale
Þroskandi: Mjöður
Smakkandi: Smje
Drekkandi: English bitter, hvítvín, Tripel
Hugsandi: Gerjað malt
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Honey Weizen

Post by Eyvindur »

Það er líka lítið mál að smíða svona. Kaupa sæmilega langt og mjótt koparrör og snúa utan um málningarfötu eða eitthvað.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
sigurjon
Kraftagerill
Posts: 142
Joined: 9. May 2009 01:38
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Honey Weizen

Post by sigurjon »

Nú er farið að líða langt milli bobbla, þannig að ég mun færa virtinn í glerkút í kveld.
Gerjandi: Flat tire ale
Þroskandi: Mjöður
Smakkandi: Smje
Drekkandi: English bitter, hvítvín, Tripel
Hugsandi: Gerjað malt
User avatar
andrimar
Kraftagerill
Posts: 148
Joined: 3. Jun 2009 12:26
Location: Miðbær

Re: Honey Weizen

Post by andrimar »

kem svolítið seint inní þessa umræðu en hér er góð grein um "No Chill" aðferðina á brewersfriend.com
Kv,
Andri Mar
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Honey Weizen

Post by Andri »

var í landvélum um daginn (smiðjuvegi), sá koparrör þarna sem ég held að hægt er að kaupa í metravís
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Honey Weizen

Post by sigurdur »

Andri, veistu nokkuð verðin á þessum rörum?

Ég sá á lifandi verðskrá hjá Húsasmiðjunni að þeir selja rörið á 1600 kall meterinn (15mm rör).

EDIT: Það var að vísu merkt sem 6m rör, en einingin var m og verðið var um 1600.
User avatar
sigurjon
Kraftagerill
Posts: 142
Joined: 9. May 2009 01:38
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Honey Weizen

Post by sigurjon »

Já, ég er farinn að efast um að kaupa þennan virtarkæli. Þetta hefur gengið vel hingað til og fyrsta smakk bendir til þess að það hafi heppnast vel með þessari aðferð. Svo er ég líka svo nízkur... :vindill:
Gerjandi: Flat tire ale
Þroskandi: Mjöður
Smakkandi: Smje
Drekkandi: English bitter, hvítvín, Tripel
Hugsandi: Gerjað malt
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Honey Weizen

Post by Eyvindur »

Ertu þá samt ekki nógu nískur til að fara á bömmer ef þú færð sýkingu eftir svona hægkælingu?

Ég myndi mæla eindregið með kælispíral, ef þú getur mögulega smíðað hann eða eitthvað (þykist vita að þetta fáist ódýrara en í Húsasmiðjunni, enda er hún ekki barnanna ódýrust). Þetta minnkar sýkingarhættu og menn vilja meina að bjórinn verði tærari ef hann er kældur hratt.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Honey Weizen

Post by Hjalti »

Ef þú ert að nota 10L pott og setur hann í ís kallt vatnsbað í smá stund og þegar þú blanda vatni út í 10L virtin hræriru eins og þú getur þá tekur kælingin ekki nema nokkrar mínútur niður undir 25° og það ætti að vera flott til að pitcha gerinu sama hálftíma og suðan endaði.

Allavega ef þú ert með 10L pott fyrir extract kittið þá er þetta nóg. Auðvitað er það ekki málið fyrir all grain en þessi kit sem þú hefur verið að nota ætti að vera hægt að gera þetta svona.
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
sigurjon
Kraftagerill
Posts: 142
Joined: 9. May 2009 01:38
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Honey Weizen

Post by sigurjon »

Hmmm...

Ég máski prófa þetta næst Hjalti. Þegar ég fer svo út í all-grain, þá býst ég fastlega við að fá kælispíral hvort sem er.

Ég er samt að pæla: Nú geri ég þetta eins og Hjalti talar um og set tunnuna inn í skáp með vatnslás. Það eina sem gerist í raun öðruvísi með ,,non-chilling" er að ég opna tunnuna einu sinni til að smella gerinu í. Það tekur ekki mínútu. Er það í raun svo hættulegt? :fright:
Gerjandi: Flat tire ale
Þroskandi: Mjöður
Smakkandi: Smje
Drekkandi: English bitter, hvítvín, Tripel
Hugsandi: Gerjað malt
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Honey Weizen

Post by Hjalti »

Hver mínúta þar sem ekkert er í gangi í virtinum er slæm minnir mig og það er meiri hætta á sýkingu hvert skipti sem þú opnar lokið á tunnuni...
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
sigurjon
Kraftagerill
Posts: 142
Joined: 9. May 2009 01:38
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Honey Weizen

Post by sigurjon »

Alright. Þetta er viðkvæmt stöff greinilega. Ég hafði ekki áttað mig á því reyndar, en sé að það er ekki svo ólíklegt.

Ég prófa að skella pottinum í kalt bað næst. Það borgar sig að taka meiri tíma í þetta þá. :scratch:
Gerjandi: Flat tire ale
Þroskandi: Mjöður
Smakkandi: Smje
Drekkandi: English bitter, hvítvín, Tripel
Hugsandi: Gerjað malt
Post Reply