Rafmagnslaust - gerið dautt?

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Rafmagnslaust - gerið dautt?

Post by bergrisi »

Góðan daginn.

Undanfarið hef ég safnað geri og sett í hitastýrðan frystiskáp sem kemur til með að geyma kútana mína fyrir bjórdæluna. Hitinn hefur verið ca 1 gráða. Þarna var ég með nokkrar krukkur af nokkrum gerðum að geri. 12-16 stykki.

Núna fór ég í ferðalag um helgina, eða frá fimmtudag til sunnudags og komst að því að rafmagninu hefur slegið út á meðan ég var í fríi. Grunar að hitablásarinn í geymsluskúrnum mínum sé sökudólgurinn. Var með hann stilltan á 19 gráður en er að gerja hveitibjór og Hafraporter þar. Hitinn í skúrnum er samt 20 gráður en rafmagnið fór af öllu húsinu og þar á meðal á gergeymslunni.
Sá að hitinn á ger geymslunni var 16 gráður þegar ég kom heim.
Spurningin er, er gerið dautt? Gerið hefur farið frá venjulegu gerjunarhitastigi í 1 gráðu og svo núna í 16 gráður og núna er ég að kæla það aftur niður í eina gráðu.

Er ég í djúpum (ger)skít?
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Rafmagnslaust - gerið dautt?

Post by sigurdur »

Tjahh .. það er svosem ekkert gott að geyma ger of lengi í krukkum (m.v. að þú sért að taka gerkökuna).
Aukið hitastig getur haft áhrif á gerið, en öruggasta leiðin til að vera viss er með því að búa til starter og athuga hann áður en þú ferð að nota gerið.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Rafmagnslaust - gerið dautt?

Post by bergrisi »

Ákvað að taka enga sénsa og ætla að henda gerlagernum mínum.

Var að taka Windsor ger frá Hafra-porter frá Brew.is og það verður notað í næstu 3 bjóra. Þannig að það er einn Bock, einn IPA og einn Blonde ale sem allir verða gerjaðir með Windsor.

Einn átti reyndar að vera lager en breyttist í Blonde Ale við gerbreytingu.

Verður gaman að sjá hvað kemur úr þessu.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Post Reply