Þjálfi (APA)

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Þjálfi (APA)

Post by Classic »

Verkefni kvöldsins:

Code: Select all

 Thjalfi - American Pale Ale
================================================================================
Batch Size: 23.000 L
Boil Size: 11.000 L
Boil Time: 1.000 hr
Efficiency: 70%
OG: 1.050
FG: 1.010
ABV: 5.2%
Bitterness: 38.0 IBUs (Rager)
Color: 7 SRM (Morey)

Fermentables
================================================================================
               Name        Type    Amount Mashed Late Yield Color
  Light Dry Extract Dry Extract  1.500 kg     No   No   97%   8 L
  Light Dry Extract Dry Extract  1.500 kg     No  Yes   97%   8 L
 Cara-Pils/Dextrine       Grain 200.000 g     No   No   72%   2 L
Total grain: 3.200 kg

Hops
================================================================================
       Name Alpha   Amount   Use       Time   Form  IBU
 Centennial 10.8% 10.000 g  Boil   1.000 hr Pellet 14.0
 Centennial 10.5%  7.000 g  Boil 10.000 min Pellet  2.1
 Centennial 10.5%  7.000 g  Boil  5.000 min Pellet  1.8
 Centennial 10.5% 10.000 g Aroma    0.000 s Pellet  0.0
     Simcoe 12.2% 10.000 g  Boil   1.000 hr Pellet 15.8
     Simcoe 12.2%  7.000 g  Boil 10.000 min Pellet  2.4
     Simcoe 12.2%  7.000 g  Boil  5.000 min Pellet  2.0
     Simcoe 12.2% 10.000 g Aroma    0.000 s Pellet  0.0

Misc
================================================================================
       Name   Type  Use   Amount       Time
 Irish Moss Fining Boil 5.000 mL 15.000 min

Yeast
================================================================================
        Name Type Form   Amount   Stage
 Safale S-05  Ale  Dry 11.000 g Primary
5 vikur í sumarfrí, er að birgja mig upp af sumarlegum bjórum. Prófa humlacombo sem ég hef ekki reynt áður, hef mikið leikið mér með Centennial og Simcoe hvorn í sínu lagi, yfirleitt í bland við Cascade, en alveg kominn tími á að draga úr Cascade notkun hér á bæ. Miðað við ilminn í íbúðinni á þetta eftir að svínvirka. Upprunalega planið var samt Centennial og Amarillo, en Amarillo endaði á síðustu stundu í öðrum bjór svo ég átti ekki nóg í þennan, svo ég greip bara það næsta sem ég sá.

Miðinn er enn í vinnslu, á eftir að fikta í litacomboinu, og mögulega reyna að klippa þjálfarann aðeins betur, þó má hann mögulega alveg vera svona, kemur til með að jafnast út í prentuninni..
Image
Fyrirsætan er Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR í körfubolta. Þessi fallega mynd af honum varð að stuttri photoshop seríu á flickmylife.com, og ég ákvað að stökkva á vagninn. Bjórinn er kallaður Blonde á spjaldinu hjá Þjálfa, en til þess er hann víst bæði of dökkur og bitur, en ljósari næ ég honum bara ekki á þessu OG með mínum aðferðum, svo hann hoppaði upp um stíl á síðustu stundu, spilar sennilega inn í að þegar í ljós kom að ég ætti ekki Amarillo sem ég ætlaði upprunalega að nota henti ég bara sömu þyngd af mikið sterkari Simcoe í hann.

Reikna ekki með öðru en að hér sé annar skotheldur "gestabjór", þó tíðustu gestir á þessu heimili séu reyndar fyrir löngu komnir upp á bragðið með flóknari bjóra. :P
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Þjálfi (APA)

Post by sigurdur »

Sniðugt .. mjög flottur, einfaldur og ágætlega beiskur. :-)
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Þjálfi (APA)

Post by Classic »

Ákvað að bregða út af vananum eftir leik og gæðatékka eitthvað grænt í stað þess að fá mér af Fimmtu stjörnunni. Mikið svakalega er þessi orðinn góður þótt hann sé ekki nema viku gamall. Ekta APA með gómsætri beiskju, skemmtilega "þungri" þótt hún sé ekki mikil (allar mínar uppskriftir eru sennilega yfirreiknaðar í IBU því ég sýð tvöfalt OG síðasta korterið, held að forritið geri ráð fyrir síðviðbótum extrakts í blálokin), og nettum en ekkert æpandi ilm, og merkilega þykkan og langlífan haus þrátt fyrir ungan aldur. 2 vikur í sumarfrí, svo ég held það þurfi eitthvað mikið að klikka til að við toppum ekki á réttum tíma í Vesturbænum :skal:
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
Post Reply