Mistök við gerjun, vantar ráð.

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
gni
Villigerill
Posts: 8
Joined: 18. May 2012 10:27

Mistök við gerjun, vantar ráð.

Post by gni »

Sæl öll,
Ég var að brugga minn fyrsta bjór, Porter, en ég gerði óvart mistök.

Gravity bjórsins eftir suðu var 1061, svo ætlaði ég að bíða í 3 vikur áður en ég myndi setja á flöskur.
Tímaskinið fór með mig og ég beið óvart bara í 2 vikur, Gravity bjórsins var 1020.
Ég setti þetta info í forrit sem ég er með og það sagði mér að blanda 80g af sykri í bjórinn fyrir co2 myndunina.

Ég er ekki búinn að mæla gravity á þessum bjór sem er á flöskunum, en hann er 1020 + 80g af sykri/18 lítra.

Ég áttaði mig á því núna að sykurmagnið er allt of hátt og ég býst við að flöskurnar spryngi.
(Ég var að redda ísskáp hjá systur minni því ég hélt að kæling gæti haft góð áhrif á þetta)

Hvaða ráð getið þið gefið mér til að bjarga því sem bjargast getur?
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176
Joined: 13. Mar 2011 20:03

Re: Mistök við gerjun, vantar ráð.

Post by Gvarimoto »

Nú er ég ekki expert í þessu, en hvað er áætlað FG ?

Með þessari útkomu ættiru að standa í 5.5% sem er of lágt held ég.

80gr af sykri er samt ekki mikið. Ég nota alltaf 150gr í alla bjóra, nema hveitibjóra þar set ég um 200gr


Opnaðu eina flösku á 2-3 daga fresti og þá ættiru að sjá hvar þú stendur :) svo ef þér finnst þetta verða orðið gott þá skelliru þessu í kælir.
Það stöðvar gerjunina, hinsvegar ef þú tekur hann aftur út þá fer allt í gang aftur við stofuhita.
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
gni
Villigerill
Posts: 8
Joined: 18. May 2012 10:27

Re: Mistök við gerjun, vantar ráð.

Post by gni »

Ég opnaði 1 bjór núna og mældi gravity, það stóð enn í 1020, áhyggjur mínar hafa dvínað aðeins.
Þetta er hafra porter uppskriftin af brew.is http://www.brew.is/oc/uppskriftir/Oat_Porter" onclick="window.open(this.href);return false;
Skv nokkrum síðum sem ég hef skoðað er gott að hafa 1015 FG fyrir oat portera, svo 1020 er kannski ekki jafn hræðilegt og ég hélt fyrst.
Hvað haldið þið?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Mistök við gerjun, vantar ráð.

Post by hrafnkell »

FG fer eftir meskihitastigi og hinu og þessu. Það getur vel verið að hann hafi bara stoppað þar hjá þér, og í raun frekar líklegt eftir 2 vikur í primary.

Ég myndi ekki stressa mig á þessu.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Mistök við gerjun, vantar ráð.

Post by sigurdur »

Ég er sammála Hrafnkeli, ekki vera stressaður.

Ef þú vilt vera ultra viss um að fá ekki flöskusprengjur, leyfðu bjórflöskunum að kolsýrast í 15-17°C MAX (miðað við ölger, 5-8°C fyrir lager). Það ætti að hægja nóg á gosmynduninni að þú færð ekki of mikinn tímabundinn þrýsting í flöskurnar.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Mistök við gerjun, vantar ráð.

Post by helgibelgi »

Þetta voru alveg 15 dagar í gerjun, er ekki gerjunin að mestu leyti búin? Hitastigið var stöðugt við ca. 22 (umhverfishiti) og gerið var Nottingham.
Post Reply