Sæl öll,
Ég var að brugga minn fyrsta bjór, Porter, en ég gerði óvart mistök.
Gravity bjórsins eftir suðu var 1061, svo ætlaði ég að bíða í 3 vikur áður en ég myndi setja á flöskur.
Tímaskinið fór með mig og ég beið óvart bara í 2 vikur, Gravity bjórsins var 1020.
Ég setti þetta info í forrit sem ég er með og það sagði mér að blanda 80g af sykri í bjórinn fyrir co2 myndunina.
Ég er ekki búinn að mæla gravity á þessum bjór sem er á flöskunum, en hann er 1020 + 80g af sykri/18 lítra.
Ég áttaði mig á því núna að sykurmagnið er allt of hátt og ég býst við að flöskurnar spryngi.
(Ég var að redda ísskáp hjá systur minni því ég hélt að kæling gæti haft góð áhrif á þetta)
Hvaða ráð getið þið gefið mér til að bjarga því sem bjargast getur?