Skellti í hveibjór um daginn og ég ætlaði mér að gera smash bjór með hveitimalti og Tettnager en vegna þess að nýtnin mín var svo léleg þá skellti ég einu kg. hunangi út í áður en ég kældi hann og náði þá OG. upp í 1.045, og svo til að toppa þennan "smash" bjór þá ákvað ég að vera flippaður og þurrhumlaði hann með 40gr Saaz.
5,5kg Hveiti Malt
1kg. Hunang
30gr.Tettnager 60m
40gr. Saaz Þurrhumlun
WY3068
Bjórinn endaði í FG. 1.010 svo hann er þægileg 4,5%
Skellti honum svo á kút, og úr varð þessi fíni sumar session hveitibjór, ótrúlega fallegur rennur ljúft niður.
Skelli mynd af honum inn í kvöld eða á morgun.