Myndband af kornmyllunni minni í notkun

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Myndband af kornmyllunni minni í notkun

Post by sigurdur »

Ég vildi setja smá myndband af kornmyllunni minni í notkun.
Sjá
http://www.youtube.com/watch?v=070gK97L-0I
oliagust
Villigerill
Posts: 27
Joined: 13. Oct 2011 00:21

Re: Myndband af kornmyllunni minni í notkun

Post by oliagust »

Alltaf gaman að svona Made in Sveitin. Er þetta þvottavélamótor? Hvernig steyptirðu myllusteinana?
Í vinnslu; Bríó klón
Í gerjun: SMASH lager og Nelson Sauvin IPA
Á flöskum; Rauðöl, Vetraröl, APA, Brúðkaupsöl og SMASH öl.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Myndband af kornmyllunni minni í notkun

Post by sigurdur »

Þakka þér fyrir.

Þetta er þvottavélarmótor og hraðastýring úr ryksugu.

Ég steypti myllusteinana í Pik-Nik dósum .. vildi svo vel til að þær eru fullkomnar í verkið :)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Myndband af kornmyllunni minni í notkun

Post by hrafnkell »

Hvernig miðaðirðu öxulinn í steininum? steyptirðu utan um öxulinn?
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Myndband af kornmyllunni minni í notkun

Post by sigurdur »

Ég fann nákvæma miðju (mjög einfalt .. get hent upp leiðbeiningum ef fólk vill) á báðum hliðum, skar nákvæmt gat og tróð öxlinum í gegn.
Til að sporna gegn því að öxullinn geti snúist í steypunni, þá skrúfaði ég nokkrar skrúfur í öxulinn.
User avatar
gosi
Gáfnagerill
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Re: Myndband af kornmyllunni minni í notkun

Post by gosi »

væri ekki svo vitlaust að henda inn leiðbeiningum

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Myndband af kornmyllunni minni í notkun

Post by sigurdur »

Til að finna nákvæma miðju, þá eru til tvær einfaldar aðferðir:

Aðferð 1:
http://www.mathopenref.com/constcirclecenter2.html" onclick="window.open(this.href);return false;

Aðferð 2 (mér finnst hún þægilegri):
Teiknaðu beina línu í gegn um hringinn, ég notaði 8cm frá enda til enda á hringinum.
Finndu miðjuna (4cm) og notaðu vinkil til að teikna beina línu út frá miðju línunnar (90°) sem þú gerðir.
Endurtaktu þetta nokkrum sinnum og þá ertu kominn með nákvæma miðju.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Myndband af kornmyllunni minni í notkun

Post by Idle »

sigurdur wrote:Til að finna nákvæma miðju, þá eru til tvær einfaldar aðferðir:

Aðferð 1:
http://www.mathopenref.com/constcirclecenter2.html" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;

Aðferð 2 (mér finnst hún þægilegri):
Teiknaðu beina línu í gegn um hringinn, ég notaði 8cm frá enda til enda á hringinum.
Finndu miðjuna (4cm) og notaðu vinkil til að teikna beina línu út frá miðju línunnar (90°) sem þú gerðir.
Endurtaktu þetta nokkrum sinnum og þá ertu kominn með nákvæma miðju.
Tek undir með seinni aðferðinni. Þarft ekkert nema málband eða reglustiku og blýant. :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Myndband af kornmyllunni minni í notkun

Post by sigurdur »

Hér eru myndir af korninu.
Ég mala þrisvar til að fá ágæta mölun (vegna hjólsins sem er ekki nákvæmlega í miðjunni)

Ómalað
Image

Malað einu sinni
Image

Malað tvisvar
Image

Malað þrisvar
Image
Post Reply