Nú fer að styttast í að maður geti farið að sóla sig á pallinum og bjóða fólki í feitt grill-og-kúta partý.
Er aðeins að spá hvort að maður eigi að gera hveitibjór.
Flestar uppskriftir sem maður sér eru með 70% hveiti og 30% pilsner eða þar um bil.
Ef maður notaði hveitibjórsger og gerjaði eftir settum viðmiðum, humlaði hann eftir stíl og þess háttar, hve neðarlega kæmist maður með hveitiprósentuna án þess að úr yrði einhver bastarður.
Ég er bara svona að spá í að nota hráefni sem við eigum til, og við eigum ekki nóg í 70% hveiti miðað við fulla lögun.
Eins og er þá eigum við bara nóg í sirka 40% hveiti
Ég veit að það yrði lítið mál að verða sér út um meira hveiti, en pælingin er enga síður til staðar.
Mér sýnist hveitibjórinn sem er á Brew.is vera innan við 50% hveitimalt. Svo það hlýtur að vera í góðu lagi að fara svona neðalega. Bjórinn verður meira spennandi fyrir vikið ef maður veit ekki við hverju maður á að búast.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Málið er að það er svo mikil vinna í hverjum bjór að ég er ekki viss að við séum tilbúnir til að leggja í einhvað bara upp á von og óvon. Við höfum báðir nóg fyrir stafni fyrir.
Ég þarf að stúdera þessa uppskrift sem þú talar um Bergrisi, já og glugga í "How to brew with wheat" bókina. Var reyndar búinn að gleyma að ég ætti hana, mundi það bara í þessum skrifuðu orðum.
Mína hveitibjóra hef ég oftast gert með 40/60 hveiti/pilsner, en svo hef ég líka skipt því 50/50 með ágætum árangri. Mig minnir að samkvæmt þýskum reglugerðum þurfi að lágmarki 50% af korninu að vera hveiti, og allt upp í 70% - afgangurinn Pilsner.
Fyrirhugað: Bruggpása. Í gerjun: Ekkert. Í þroskun / lageringu: Ekkert. Á flöskum: Ekkert. Bruggað (AG): 588 l.