Fimm fjölbreyttir bjórar, allir komnir á flöskur. Plús 2

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Fimm fjölbreyttir bjórar, fjórir að gerjast á fullu.

Post by sigurdur »

Það hljómar mjög spennandi .. þá færðu að finna mismuninn á lager og öli.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Fimm fjölbreyttir bjórar, fjórir komnir á flöskur.

Post by bergrisi »

Þar sem það er svo lítið að gera hérna á spjallinu langar mig að setja inn að ég smakkaði aftur Hafra-porterinn. Hann er að koma alveg dásamlega út. Eftir tæpar tvær vikur á flöskum þá er hann algjör snilld. Ætla að gera fljótlega meira af þessum því ég hef á tilfinningunni að ég láti þennan ekki í friði á næstu dögum. Ef hann á að fá að eldast almennilega verð ég að eiga nóg af honum.

Ætla í næstu viku að ná í meira hjá brew.is.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Fimm fjölbreyttir bjórar, fjórir komnir á flöskur.

Post by hrafnkell »

Gætir þurft að bíða þangað til í þarnæstu viku - ég á ekkert pilsner eða pale malt, fæ ekki meira fyrr en eftir 2 vikur líklega. :)
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Fimm fjölbreyttir bjórar, fjórir komnir á flöskur.

Post by bergrisi »

Gott að vita. Hef líka viljað prufa vienna og munich sem grunnmalt. Kokka upp tvær svoleiðis uppskriftir og kíki á þig.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Fimm fjölbreyttir bjórar, fjórir komnir á flöskur.

Post by hrafnkell »

Þessi er dúndur ef þig vantar munich uppskrift :)

Munichbomba
Munich I 6.00 kg
Caramunich III 0.16 kg
Carafa Special III 0.08 kg
Styrian Goldings 44 gr – 28 gr 60min, 16 gr 20min
EKG 8 gr – 20min
Nottingham
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Fimm fjölbreyttir bjórar, fjórir komnir á flöskur.

Post by bergrisi »

Frábært. Kem á mánudag og kaupi í hann.
Stefni á einn Vienna lager líka. Áttu nokkuð uppskrift af einum slíkum? Eða einhver hérna inni?
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
gosi
Gáfnagerill
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Re: Fimm fjölbreyttir bjórar, fjórir komnir á flöskur.

Post by gosi »

Hér er einn smash bjór. Ég sendi hana inn hérna einhvern tímann
og sagðist ætla að gera hann en ekki enn búinn að því :(

Hins vegar er þetta APA.

http://billybrew.com/smash-beer-vienna-simcoe

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Fimm fjölbreyttir bjórar, fjórir komnir á flöskur.

Post by bergrisi »

Takk fyrir þetta. Þetta er í stíl við það sem ég var að reyna með "einfalda" bjórinn. Ég ætla að prufa þennan.

Þá er ég kominn með næstu tvo. Munich og Vienna. Flott tvenna. Þá er bara að senda pöntun á Hrafnkel um helgina.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Fimm fjölbreyttir bjórar, fjórir komnir á flöskur.

Post by bergrisi »

Bæði Vienna og Munich komnir í fötu og farnir að gerjast.

Gott að fá svona flottar uppskriftir hérna þegar maður þarf að aðlaga sig birgðastöðunni í landinu.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Fimm fjölbreyttir bjórar, fjórir komnir á flöskur.

Post by bergrisi »

Til fróðleiks þar sem það er lítið að gera hér þessa dagana.

Verð að segja að þessar fyrstu lagertilraunir tókust vel. Hef verið að laumast til að smakka þó svo það séu bara 20 dagar síðan þeir fóru á flöskur. Gerði JZ-bohemian Pilsner og er hann virkilega ljúfur. Nett sætubragð útaf carapils.

Sá Einfaldi er líka flottur og mjög svalandi. Sé alveg fyrir mér að ég muni drekka hann á pallinum í sól og hita ef það gerist einhvern tíman í bráð. Eini gallinn er að konan mín sem drekkur ekki bjór smakkaði og var hrifin. Vona að hún fari nú ekki að venja sig á bjórdrykkju. Ætla að gera útgáfu 1.1 af honum og bæta smá carapils og smá aroma humlum. Ánægður með þessa tilraun og mun þessi klárast hugsanlega of fljótt.

Brúðkaupsölið fór á flöskur í gær og mun ég smakka hann eftir ca. 2 vikur. En hann lofaði góðu þegar ég smakkaði smá í gær.

Vienna Smash og Munchen eru enn að gerjast. Fara á flöskur hugsanlega í næstu viku.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Fimm fjölbreyttir bjórar, fjórir komnir á flöskur.

Post by Feðgar »

Þú ert alveg með þetta, keep it up ;)
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Fimm fjölbreyttir bjórar, allir komnir á flöskur. Plús 2

Post by bergrisi »

Er alltaf að verða sáttari við lagertilraunirnar. Sá Einfaldi er að virka mjög vel. Almennilega svalandi. Þegar ég stend í framkvæmdum þá er gott að hafa einn sem er algjör svaladrykkur. Maður er ekki alltaf í stuði fyrir þessa þungu.

Mig var búið að kvíða fyrir því að gera lager þar sem það eru miklar lýsingar á því hvernig maður á að lagera. Ég gerjaði minn við 12 gráður og setti svo á flöskur og þær eru búnar að vera í geymslu við 12 gráður. Ekkert að lækka um eina gráðu á dag og enda við frostmark. Getur verið að það sé betra en ég er keppnismaður í því að vera latur og er á því að bjórgerð á ekki að vera flókin. Svo bjórinn verður geymdur við 12 gráður og fer svo í ísskáp í nokkra daga. Niðurstaðan er flott.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Fimm fjölbreyttir bjórar, allir komnir á flöskur. Plús 2

Post by bergrisi »

Af þessum bjórum sem ég er búinn að gera þá kemur Herra Einfaldur mjög vel út. Þeir sem hafa smakkað vilja ekki leyfa mér að breyta honum. Þetta er bjórinn sem allir geta drukkið en er ekkert að fullnægja miklum humlaþörfum.

Svo þetta verður bjórinn sem verður fyrstur á krana þegar ég verð kominn með tengin sem uppá vantar. Þetta er flottur lagerbjór. Er búinn að setja kassa af honum í geymslu við 2 gráður og verður hann þar fram að keppni. Er að spá í að setja hann í flokkinn "litli" þar sem OG var 1052.

Dundaði mér við að búa til límmiða á hann. Myndin endurspeglar soldið áhugamálin.
Attachments
einf.jpg
herra einfaldur.jpg
Last edited by bergrisi on 20. Mar 2012 11:57, edited 1 time in total.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Fimm fjölbreyttir bjórar, allir komnir á flöskur. Plús 2

Post by helgibelgi »

er FG 1.004 ekki svolítið lágt?

Annars er þetta geðveikur miði!
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Fimm fjölbreyttir bjórar, allir komnir á flöskur. Plús 2

Post by sigurdur »

Þetta er flottur miði .. ég hefði samt sett QR kóða á miðann í staðinn fyrir strikamerki, sem bendir beint á uppskriftina á bjórnum .. ;-)
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Fimm fjölbreyttir bjórar, allir komnir á flöskur. Plús 2

Post by bergrisi »

Gerillinn virðist vera mjög duglegur að éta sykurinn hjá mér. Svo það er spurning hvort ég fari ekki að kynna bjórana mína sem "sykurskertur". En það eru uppi spurningar um gæði mælisins sem ég notaði og er ég búinn að skifta honum út.

Ég var að pæla í að setja QR kóða en stal þessu strikamerki á netinu bara uppá grínið.
Kann reyndar ekki að tengja saman QR kóða og slóð á netinu.

Miðann gerði ég bara í publisher og stal öllum myndum á netinu. Ætla að reyna að læra betur á photoshop og vonandi kemur þá framför í miðagerð.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Fimm fjölbreyttir bjórar, allir komnir á flöskur. Plús 2

Post by bjarkith »

http://www.qrstuff.com/" onclick="window.open(this.href);return false;

Þessi síða virkar ágætlega.
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Fimm fjölbreyttir bjórar, allir komnir á flöskur. Plús 2

Post by bergrisi »

Takk fyrir þetta. Næst verður QR kóði á miðanum.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Fimm fjölbreyttir bjórar, allir komnir á flöskur. Plús 2

Post by bergrisi »

Smá uppgjör á þessa bjóra sem ég hef gert á þessu ári. Hverjum þykir sinn fugl fagur en ég ætla að reyna að vera soldið gagnrýninn. Nýtist kannski ekki þeim sem eru lengra komnir en fyrir nýja aðila hérna inni þá er þetta kannski fróðlegt.

JZ bohemian Pilsner, Ferskur en ekkert sem ég geri aftur. Lærdómsríkt ferli. Virkaði flókinn í gerjunarferli en var það ekki. Bjór sem allir geta drukkið.

Einfaldur intern.lager Mjög vinsæll og ætla ég að senda hann í keppnina í ár til gamans og til að fá faglega umsögn. Þægilegur lager. Ætla að gera hann aftur og með nokkrum smá breytingum. Verður sá bjór sem verður á krana þegar það verður tilbúið hjá mér. Er að gera tilraun núna með sama bjór með sama beyskjustigi en smá aróma í lokin.

Hafra porter, Mjög góður og verður gerður aftur. Kannski með smá "tvist". Ætla að gera fleiri portera. Langar að kynna mér betur þessa dökku bjóra.

Afgangur APA, Var mildur og fínn en ekkert sem ég geri aftur..........Er samt búinn með hann. Var alveg jafnfætis við aðra American Pale Ale bjóra sem ég hef gert en engin bylting.

Brúðkaupsöl Úlfars, Sama, ágætur bjór en mun ekki gera aftur. Búinn að fá nóg af APA bjórum í bili.

Vienna Smash, Ferskur og lagerlíkur þó svo hann sé bruggaður við stofuhita. En mun ekki gera aftur í þessari mynd. Kannski með öðrum humlum. Var skemmtileg tilraun og gott að vita af þessum möguleika þegar lagarstaðan hjá Hrafnkeli er öðrum bjórum ekki hliðholl.

Munich Dunkel Fínn bjór með mjög nettu bragði. Er ekkert viss um að ég geri hann aftur. Er pínu eins og litli bróðir "Hafra-porters". Mun reyndar gera tilbrigði við hann ef lagerstaðan hjá Hrafnkeli kallar á það.


Vonandi er þetta einhverjum til fróðleiks og ánægju.

Ég hugsa þessa úttekt soldið fyrir nýgræðingana sem drekka hvern einasta fróðleik sem hér drýpur. Þannig er ég allavega ennþá og bjórgerðin er það fyrsta sem ég hugsa um þegar ég vakna og næstum það síðasta þegar ég fer að sofa. (veit að konan kíkir aldrei hér inn).

Svo er alltaf gaman að fá inn nýjan appelsínugulan kassa.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Fimm fjölbreyttir bjórar, allir komnir á flöskur. Plús 2

Post by bergrisi »

Þetta er minn Jamil Boheimian Pilsner
Attachments
JZ.jpg
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Fimm fjölbreyttir bjórar, allir komnir á flöskur. Plús 2

Post by bergrisi »

Hafra Porter sem er búinn að vera tvo mánuði á flöskum. Yndislegur drykkur.
Attachments
hafraporter.jpg
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Fimm fjölbreyttir bjórar, allir komnir á flöskur. Plús 2

Post by bergrisi »

Þessar tvær myndir eru til heiðurs spjallinu í kvöld sem lifnaði við eftir margra mánaða dvala.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
gosi
Gáfnagerill
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Re: Fimm fjölbreyttir bjórar, allir komnir á flöskur. Plús 2

Post by gosi »

Í sambandi við Herra Einfaldan, ertu með einhverjar góðar hugmyndir að öðrum humlum og suðutímum?

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Fimm fjölbreyttir bjórar, allir komnir á flöskur. Plús 2

Post by bergrisi »

Sorry að hafa ekki svarað. Ég væri til í að prufa East Kent Golding eða aðra milda humla. Það sem ég var að reyna var að gera mildan lager og það tókst. Það gæti verið að suða í einn og hálfan tíma hjálpi en ég veit það ekki.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Post Reply