Long time no brew. Herra einfaldur no 2, lager.

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Long time no brew. Herra einfaldur no 2, lager.

Post by bergrisi »

Loksins sett í á ný. Keypti 25 kg. sekk af pale malti og ætla að gera fimm mismunandi lagera. Grunnurinn alltaf sá sami en mismunandi humlar.

Byrja á Hallertau Mittelfruh

Ekki flókin uppskrift.
5 kg af pale malti
55 gr af Hallertau Mittelfruh í 60 mín
10 gr af Hallertau Mittelfruh í 15 mín.

Þetta er núna komið í ísskáp sem ég er með hitastýringu á og ætla ég að hafa þetta við 11-12 gráður í 2-3 vikur. Svo jafnvel gelatin í secondary. Langar soldið að reyna að ná þessum vel tærum og drekka hann á pallinum í sumar.

Þetta er smá tilfærsla við bjórinn sem ég kallaði Herra Einfaldur og ég gerði í febrúar. Hann er að koma vel út og því miður mjög lítið eftir af honum.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Post Reply