Loksins sett í á ný. Keypti 25 kg. sekk af pale malti og ætla að gera fimm mismunandi lagera. Grunnurinn alltaf sá sami en mismunandi humlar.
Byrja á Hallertau Mittelfruh
Ekki flókin uppskrift.
5 kg af pale malti
55 gr af Hallertau Mittelfruh í 60 mín
10 gr af Hallertau Mittelfruh í 15 mín.
Þetta er núna komið í ísskáp sem ég er með hitastýringu á og ætla ég að hafa þetta við 11-12 gráður í 2-3 vikur. Svo jafnvel gelatin í secondary. Langar soldið að reyna að ná þessum vel tærum og drekka hann á pallinum í sumar.
Þetta er smá tilfærsla við bjórinn sem ég kallaði Herra Einfaldur og ég gerði í febrúar. Hann er að koma vel út og því miður mjög lítið eftir af honum.