Súrsaðir hrútspungar, smakkaðir (og étnir upp til agna) á fundi 2. apríl.
Innihald:
2 kg fersk hrútaeistu (sérpantað í gegnum sláturmarkaðinn í Hagkaup Smáralind, eflaust má fá þetta í gegnum hvaða kjötborð sem er á sláturtíð)
2 l mysa í startið, annað eins með 6-8 vikna millibili
1 sláturkeppur
1 msk salt
1 pk aspik gele
Eistu lögð í sjóðandi vatn með salti og soðin varlega í 45 mínútur. Hlaup útbúið úr soðinu eftir tilfinningu, duftið sett í skál og soði bætt við þar til fljótandi en þó þannig að slitni fyrst á rúmum sentímeter milli fingra þegar klipið er ofaní og dregið upp úr. Eistu og hlaup sett í ílát sem rétt rúmar eistun (jólakökumót t.d., ég notaði þessar forláta 2l fötur sem sjá má á myndunum), létt farg (1-2 kg) sett ofan á og pressað þar til hlaupið er orðið stíft og eistun köld. Skorið í ca. 2cm sneiðar, sett ásamt sláturkepp í álíka bitum í sótthreinsað ílát og mysu hellt yfir svo fljóti vel yfir allt saman. Skipt um mysu, fyrst eftir 2-4 vikur og með 6-8 vikna millibili eftir það.
Vantar aðeins upp á myndatökuna hjá mér, en hér eru nokkrar:
Allt sem til þarf (október 2011):

Skipt um mysu (nóvember 2011 ef marka má dagsetninguna í myndavélinni):

Enn meiri mysa (sama session):

Komið á disk (febrúar 2012):

Og, síðast en ekki síst, miði fyrir vöruna:

Og svona, krakkar mínir, var það sem forfeður okkar lifðu af harða íslenska vetur
