Að sjóða riðfrítt

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
creative
Villigerill
Posts: 46
Joined: 8. Aug 2010 22:36

Að sjóða riðfrítt

Post by creative »

sælir veit einhver hvort að það sé hægt að leigja einhverstaðar græur (TIG) græjur til að sjóða riðfrítt ??
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Að sjóða riðfrítt

Post by kalli »

Mig minnir að ég hafi spurt í Byko á Breiddinni einhverntíma og þeir eigi TIG vél.
Life begins at 60....1.060, that is.
creative
Villigerill
Posts: 46
Joined: 8. Aug 2010 22:36

Re: Að sjóða riðfrítt

Post by creative »

kalli wrote:Mig minnir að ég hafi spurt í Byko á Breiddinni einhverntíma og þeir eigi TIG vél.
Nope þeir eru ekki með ég er búin að spyrja. annars hef ég aðgang að MIG suðuvél en veit ekki hvaða gas ég á að nota eða hvaða vír ?? er ekk einhver málmiðnaðarmaður hérna á spjallinu ?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Að sjóða riðfrítt

Post by hrafnkell »

Hringdu bara í málmtækni, sindrason eða eitthvað af þessum búllum sem selja rústfrítt - Þeir segja þér þetta á notime :)

Einnig er líklega hægt að finna þetta á homebrewtalk eða bara gamli góði google:
http://www.brazing.com/techguide/proced ... inless.asp" onclick="window.open(this.href);return false;
Tommi V
Villigerill
Posts: 14
Joined: 15. Jan 2010 13:46

Re: Að sjóða riðfrítt

Post by Tommi V »

Að sjóða ryðfrítt er mikið vandaverk sérstaklega þegar þunnt plötuefni eða þunnir pottar eru soðnir. Að sjóða ryðfrítt með MIG vél er hægt með réttum vír ( Landvélar) og Argon gasi en ekkert til að mæla með og sérstaklega ekki fyrir óvana suðumenn. Suðurnar munu líklega líkjast fuglaskít. Við suðu á ryðfríu er nauðsynlegt að líka nota argon beggja megin við suðuröndina til að hindra oxíðmyndun. TIG er rétta aðferðin en ég mæli sterklega með að þú fáir atvinnumann til að sjóða fyrir þig T.d hafa þeir í áliðjunni í kópavogi reynst mér hjálplegir og sanngjarnir í verði.
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Að sjóða riðfrítt

Post by kalli »

Tommi V wrote:Að sjóða ryðfrítt er mikið vandaverk sérstaklega þegar þunnt plötuefni eða þunnir pottar eru soðnir. Að sjóða ryðfrítt með MIG vél er hægt með réttum vír ( Landvélar) og Argon gasi en ekkert til að mæla með og sérstaklega ekki fyrir óvana suðumenn. Suðurnar munu líklega líkjast fuglaskít. Við suðu á ryðfríu er nauðsynlegt að líka nota argon beggja megin við suðuröndina til að hindra oxíðmyndun. TIG er rétta aðferðin en ég mæli sterklega með að þú fáir atvinnumann til að sjóða fyrir þig T.d hafa þeir í áliðjunni í kópavogi reynst mér hjálplegir og sanngjarnir í verði.
Ég þarf að sjóða prófíla í grind fyrir pottinn minn og langar til að gera það sjálfur. Er TIG auðveldari í notkun en MIG? Er hægt að leigja TIG vél?
Life begins at 60....1.060, that is.
Benni
Kraftagerill
Posts: 74
Joined: 23. Aug 2010 23:14
Location: Hafnarfjörður

Re: Að sjóða riðfrítt

Post by Benni »

MIG vélarnar er yfirleitt mjög auðveldar í notkun og vinsælasta vélin hjá bílskúrsköllunum, TIG er örlítið flóknari en ef þú hefur eitthvað soðið áður OG færð einfalda vél OG hefur nóg af afgöngum til að æfa þig á þá gætiru klórað þér útúr þessu sjálfur
Svo er spurning ef þú ert bara að sjóða prófíla, þurfa þeira að vera ryðfrítt?
Á flöskum: úps!
Á kútum: úps!
Í gerjun: úps!
Fyrirhugað: Margt og alltofmikið
User avatar
Squinchy
Gáfnagerill
Posts: 205
Joined: 21. May 2009 15:40
Location: Grafarvogur

Re: Að sjóða riðfrítt

Post by Squinchy »

ef þetta er ekki að snerta virtinn eða notað fyrir gerjun þá skiptir engu hvað þú ert að nota, bara drullumixa þetta og slípa þangað til fallegt er
kv. Jökull
creative
Villigerill
Posts: 46
Joined: 8. Aug 2010 22:36

Re: Að sjóða riðfrítt

Post by creative »

búin að redda málunum fór niðrí gastec uppá höfða þar sem ágætis starfsmaður leiðbeindi mér í þessu og endaði
á því að selja mér riðfría rafsuðupinna (TIK)

verkið gekk ágætlega fyrir sig ekki fallegasta suðan en þetta heldur vökva :D
Post Reply