Belgískt Sterköl

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Belgískt Sterköl

Post by bjarkith »

Sælir/sæl, var að enda við að leggja í einn óskilgreindan (kanski tripel) sem ég vona að verði til í keppnina, samt ekki víst að hann verði orðinn kepnishæfur eftir svo stuttan tíma.

Innihaldið var :
5kg Pilsner
1kg Sykur (10mín suðu)
30gr Saaz 60mín
15gr Saaz 30mín
30gr Tettnager 5mín
Ætla svo að þurrhumla með 30gr Saaz
1 Whirfloc 10mín
Og svo þar sem þetta var skyndibrugg og því ekki tími fyrir starter fór út í þetta einn pakki af T-58 og útrunninn pakki af S-33.

Endaði með 21 lítra af virti með O.G 1.071 (frekar lélegt fannst mér, var að vona eftir einhverju í kringum 1.080, en við Helgi vorum að prufa að meskja með hitaspíral og það gekk frekar brösulega)

Tók svo afganginn úr Meskipokanum og skolaði í pott og sauð með 5gr af Tettnager í 15mín 3-4 líta og skellti í brúsa með útrunnum pakka af S-33 og smá korni. Er að vona að ég fái smá lacto úr korninu og þetta verði að einhverju í líkingu við Berliner Weisse en ef ekki þá er þetta bara skemmtileg tilraun.
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Belgískt Sterköl

Post by helgibelgi »

Ég held að það hafi verið mistök að hafa kælispíralinn í meskingunni sjálfri. Hann passar ekki alveg með. Betra væri að nota hann til að hita meskivatnið í byrjun og taka hann svo úr. Síðan væri hægt að nota hann til að hita vatn í næsta skref?
Post Reply