Hátt FG í porter

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
Hekk
Kraftagerill
Posts: 98
Joined: 4. Jul 2011 13:38

Hátt FG í porter

Post by Hekk »

Sælir,

Ég ætlaði að setja porter (Hafra porter, brew is) á flöskur um helgina, ákvað samt að mæla með flotvoginni fyrst. Mælingin sýndi 1.022 (OG 1.064, 2 vikur frá bruggdegi), hitastig er búið að vera við 17-19°C hjá mér allan tíman.

Ég meskja í poka og var með hitastigið allt of hátt þegar mesking byrjaði, var um 71°C í 15 mínútur, þannig að ég hrærði á fullu til að ná niður hitanum hann var svo stöðugur við 66-67°C í klukkutíma, svo hækkaði ég hitann og á endanum kreisti pokann vel.

Ég ákvað því að leyfa honum að sitja aðeins lengur (heild 3 vikur), eru einhverjar líkur á að hann lækki eitthvað hjá mér?
Getur þetta hátt hitastig við meskingu haft áhrif á loka efnisþyngd?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Hátt FG í porter

Post by hrafnkell »

ólíklegt að hann fari neðar - 71°C í 15 mín, þú mátt vera glaður að hann fór þetta langt niður :)
Hekk
Kraftagerill
Posts: 98
Joined: 4. Jul 2011 13:38

Re: Hátt FG í porter

Post by Hekk »

Já, er ekki alveg með nægilega góða stjórn á græjunum.

Takk fyrir ábendinguna!
Post Reply