Ég er alltaf að reyna að fínpússa bruggdaginn hjá mér og það eru nokkrir hlutir sem ég er búinn að breyta. Held reyndar að flestir þekki þetta en þetta gæti hjálpað einhverjum og þá kannski sérstaklega nýliðum.
1. Sjóða vatn í tekatli og setja í kæliboxið sem ég meskja í og láta vera í 20-30 mín. Boxið orðið vel heitt þegar ég set svo vatn og korn í.
2. Nota kælispíralinn til að hita meskingarvatn. Ég fylli gerjunarfötu með vatni og set kælispíralinn í og læt renna heitt vatn úr krananum.. Fer fljótt upp í rúmlega 70 gráður og mun hraðar en ef ég hita vatn á hellunni í eldhúsinu. þetta finnst mér mesta byltingin og styttir bruggdaginn mest. Hita svo meira vatn með þessari aðferð sem ég nota svo til að skola kornið með.
3. Taka kornið út daginn áður og geyma við stofuhita. Hef geymt pokana í útigeymslu sem er um 12 gráður og þarf ég að blanda í heitara vatn til að ná réttu meskingarhitastigi.
4. Hræra vel þegar kælispírallinn er að kæla virtinn. Kólnar miklu hraðar.
5. Láta virtinn bíða í ca hálftíma áður en ég flyt yfir í gerjunarfötuna. Þá þarf ég að sigta mun minna.
6. Setja brugguppskriftina í plastvasa. Fatta þetta alltaf eftirá þegar ég er búinn að bleyta blaðið.
Flest þessa ráða hef ég rekist á þegar ég þvælist á netinu eða hef fengið ábendingar þegar ég spjalla við menn.
Ég fann ekki annan þráð hér á Fágun.is þar sem svona smá ábendingum er safnað saman svo það væri gaman ef menn gætu komið með einhverja punkta sem gætu nýst þeim sem eru komnir styttra í sportinu.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Feðgarnir bentu mér á þetta. Eftir að ég byrjaði á þessu þá græja ég vatn og meski bara inni í þvottahúsi og er bara að sjóða inni í eldhúsi. Mun þægilegra að vera ekki að leggja undir sig eldhúsið marga klukkutíma.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Ég er með forhitara í húsinu, þannig að heita neysluvatnið er upphitað kalt vatn. Ég hef notað það beint, enda er það snilld.
Þannig að ég er að buna ~60-70° heitu vatni í pottana sem ég þarf þá lítillega að hita. Það er í raun sama og þú ert að gera í fötu með spíralnum.
Ég jafnframt fylli alltaf meskikarið með þessu 60-70° vatni og læt standa í góða stund til að hita allt kerið. Það skiptir töluverðu máli m.v. formúlur úr beersmith með meskivatnshita, kornmagn og hita.
Það er snilld að geta notað vatnið beint.
Mér fannst bruggtíminn styttast verulega þegar ég byrjaði á þessu. Var ekki í vandræðum að gera tvær uppskriftir sama daginn.
Fékk reyndar eina kvörtun frá konunni eftir að ég færði mig að mestu yfir í þvottahúsið. Nú tek ég ekki eldhúsið í gegn áður en ég byrja að brugga og skila þau öllu hreinu. Núna er ég bara að sjóða þarna og horfi á sjónvarpið í leiðinni.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Sæll bergrisi
Fyrst þú ert í kef áttu að geta notað heita vatnið beint úr krananum. Þar sem vatnið sem við fáum úr svartsengi er kalt vatn hitað með gufunni þannig að þú ættir að geta notað heita vatnið beint í meskingu. Vatnið er á milli 70 og 80 gráður þegar það kemur inn í hús
K.kv
Takk fyrir, en ég hef fundið einhverja aukalykt og bragð af þegar ég er að nota beint heitt vatn. Var ekki að fíla það. Getur verið að það sé eitthvað skrítið við lagninar hjá mér.
Er að meskja núna og það tekur mig um 15 mín að hita upp vatnið með því að nota spiralinn. Er að gera Vienna Smash.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Sæll bergrisi
Fyrst þú ert í kef áttu að geta notað heita vatnið beint úr krananum. Þar sem vatnið sem við fáum úr svartsengi er kalt vatn hitað með gufunni þannig að þú ættir að geta notað heita vatnið beint í meskingu. Vatnið er á milli 70 og 80 gráður þegar það kemur inn í hús
Vissulega er hitaveituvatnið frá Svartsengi upphitað kalt vatn. En það kemst í beina snertingu við jarðgufu í upphitunarferlinu þ.a. það er öruglega eitthvað brennisteinsvetni í því. Á nesjavöllum er brennisteinsvetninu viljandi blandað út í vatnið til að eyða öllu súrefni úr því. Til að verja Nesjavallaæðina fyrir tæringu. Ég held að HS geri það sama, en er ekki viss.
Áður en þú ferð að nota hitaveituvatnið beint í bjórterð myndi ég setja heitt og kalt vatn í sitthvora flöskuna og setja inn í kæliskáp. Ef þú finnur bragðmun af vatninu þegar það er orðið kallt þá villtu líklega ekki nota hitaveituvatnið beint. Ef bragðmunurinn er enginn þá er um að gera að nota hitaveituvatnið beint.
Súrefninu er eytt úr heitavatninu frá Svartsengi svo það er EKKI bara hitað vatn eins og það sem við fáum kalt.
Heita vatnið hérna suðurfrá er kannski "betra" en víða annars staðar en við erum búnir að komast að þeirri niðurstöðu að það sé ekki nógu gott til að nota beint.
Þangað til að það kemur einhver með efnagreiningu á því sem sýnir að það sé hentugt til bjórgerðar af einhverju tagi þá munum við sætta okkur við það að hita upp kalda vatnið.
Eitt gott ráð í viðbót.
Er að gerja tvo sterka bjóra í skúrnum sem er 20°. Hitinn í fötunum fór í 24° sem er of hátt. Skellti köldum blautum bolum utan yfir föturnar og hitinn er kominn í 20°. Einnig er sagt gott að vera með eitthvað yfir fötunum svo birta komi ekki í bjórinn.
Með þessari blautbols aðferð á að vera hægt að lækka hitann um allt að 8°.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
bergrisi wrote:Það er snilld að geta notað vatnið beint.
so.... just do it Depends on your water of course, but when my "hot" water is just cold water heated up out at nesjavellir, rather than actually raw ground water, I just use the hot water straight from the tap.
EDIT: posted before I read the rest of the thread.....
Last edited by karlp on 7. Jan 2013 10:46, edited 1 time in total.
on tap: Nothing! new beer fridge in planning
gassing/maturing: bad beers growing up to maybe be good beers
Fermenting: nothing!
Dabby wrote:
Áður en þú ferð að nota hitaveituvatnið beint í bjórterð myndi ég setja heitt og kalt vatn í sitthvora flöskuna og setja inn í kæliskáp. Ef þú finnur bragðmun af vatninu þegar það er orðið kallt þá villtu líklega ekki nota hitaveituvatnið beint. Ef bragðmunurinn er enginn þá er um að gera að nota hitaveituvatnið beint.
That's not even close to the same as what happens when you're making beer. You want to let the hot water sit for an hour, then you want to boil it for an hour, then you want to chill it back down _open_ By all means, _then_ you can do a taste comparison. (And just like not rinsing iodophor, I doubt you'll find any difference at all)
on tap: Nothing! new beer fridge in planning
gassing/maturing: bad beers growing up to maybe be good beers
Fermenting: nothing!