Sælir herramenn.
Ég er með flotger sem ég pantaði að utan og tók lengri tíma en ég gerði ráð fyrir að fá pakkann. Klakinn sem var utanum gerið var því löngu bráðnaður. Hvernig getur maður vitað hvort gerið er lifandi? Ég geri yfirleitt gerstarter með snúningsplötu og síðast þegar ég bjó þannig til sá ég engan mun á sykurmælingu eftir um 20 klukkutíma. Ég prófaði samt að pitcha þessu og þá byrjaði allt að bubbla og skaut vatnslásnum af eftir um sólarhring, þannig að gerið var sprelllifandi.
Einhverjar góðar hugmyndir?
Jói