Að þynna bjór

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Að þynna bjór

Post by helgibelgi »

Sælir

Ég skellti í einn Hafraporter í gær :fagun: . Ég ákvað að prófa 16 lítra pott, sem ég keypti fyrir kitt-bruggun fyrir tveimur árum, í verkið. Sem sagt, meskja í 16 lítra potti og sjóða í honum líka.

Þar sem Hrafnkell blandaði bara allri uppskriftinni saman í einn poka við afhendingu gat ég ekki scale'að niður án þess að gefa rúm fyrir smá skekkju. Ég ákvað því að vera djarfur og meskja eins mikið af korni og komst í pottinn eftir að ég hafði sett 10 lítra af vatni í hann. Ég kláraði næstum því allt kornið (4,5 ca. af 5,5kg) og þetta var mjög þykkt, eins og grautur.

Þegar ég fjarlægði kornið eftir meskingu tók það með sér um helming vökvans. 6 lítrar voru þá eftir í pottinum með gravity = 1.080. Ég kreisti pokann eins og ég gat og skolaði vel með 3 lítrum af 70°C vatni. Fyllti síðan pottinn með hreinu vatni upp að ca 14 lítrum. Gravity mælt eftir blöndun við vatnið var 1.064 = pre-boil gravity.

Eftir suðu var þetta komið niður í 12 lítra með gravity 1.078. Hérna ákvað ég að þetta væri of sterkt og bætti við 4 lítrum af vatni í gerjunuarfötuna. Ég mældi ekki gravity eftir þessa blöndun.

Spurningin er: er einhver leið fyrir mig að vita hvert OG var í raun eftir þessa blöndun, án þess að þurfa að dýfa mér í bjórinn og kanna? Er einhver reiknivél fyrir þetta?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Að þynna bjór

Post by hrafnkell »

12 lítrar 1.078 + 4 lítrar 1.000. Samtals 16 lítrar

12 / 16 * 78 = 58.5. 1.058

Það er afar líklegt að ég hafi klúðrað einhverju í þessum útreikningum, þá leiðréttir einhver mig :)
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Að þynna bjór

Post by helgibelgi »

Takk Hrafnkell, þetta lúkkar allavega eins og það meiki sens. 1.058 er allt í lagi miðað við að targetið var 1.062. Þetta er byrjað að bubbla vel með Nottingham (minnir mig).
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Að þynna bjór

Post by bergrisi »

Ég var að gera þennan á fimmtudaginn og OG hjá mér var 1060.

Ég var með Windsor ger

Væri gaman að skipta á flöskum og sjá hvort það væri mikill munur hjá okkur.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Að þynna bjór

Post by helgibelgi »

bergrisi wrote:Ég var að gera þennan á fimmtudaginn og OG hjá mér var 1060.

Ég var með Windsor ger

Væri gaman að skipta á flöskum og sjá hvort það væri mikill munur hjá okkur.
Já, um að gera, reikna með að gerja minn í mánuð ca. þannig að við verðum bara í bandi þá :skal:
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Að þynna bjór

Post by bergrisi »

Líst vel á það. Kem með hann á einhvern mánudagsfund. Í mars, apríl eða maí. Verður vonandi bara betri með aldrinum.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Post Reply