Ég skellti í einn Hafraporter í gær
Þar sem Hrafnkell blandaði bara allri uppskriftinni saman í einn poka við afhendingu gat ég ekki scale'að niður án þess að gefa rúm fyrir smá skekkju. Ég ákvað því að vera djarfur og meskja eins mikið af korni og komst í pottinn eftir að ég hafði sett 10 lítra af vatni í hann. Ég kláraði næstum því allt kornið (4,5 ca. af 5,5kg) og þetta var mjög þykkt, eins og grautur.
Þegar ég fjarlægði kornið eftir meskingu tók það með sér um helming vökvans. 6 lítrar voru þá eftir í pottinum með gravity = 1.080. Ég kreisti pokann eins og ég gat og skolaði vel með 3 lítrum af 70°C vatni. Fyllti síðan pottinn með hreinu vatni upp að ca 14 lítrum. Gravity mælt eftir blöndun við vatnið var 1.064 = pre-boil gravity.
Eftir suðu var þetta komið niður í 12 lítra með gravity 1.078. Hérna ákvað ég að þetta væri of sterkt og bætti við 4 lítrum af vatni í gerjunuarfötuna. Ég mældi ekki gravity eftir þessa blöndun.
Spurningin er: er einhver leið fyrir mig að vita hvert OG var í raun eftir þessa blöndun, án þess að þurfa að dýfa mér í bjórinn og kanna? Er einhver reiknivél fyrir þetta?