Hitastýringar

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Örvar
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 20. Aug 2010 12:11
Location: Hafnarfjörður

Re: Hitastýringar

Post by Örvar »

Takk fyrir ábendingarnar. Hjálpar manni mikið :)

Ég held ég prófi að útbúa einhvern ghetto thermowell úr koparröri og athuga hvort ég verði of lengi að nema hitabreytingu. Þar sem ég ætla að láta þetta stjórna hitaelementi í meskingu þyrfti neminn að vera frekar fljótur að mæla réttan hita svo hitinn verði ekki of hár inná milli.
Annars langar mér líka svolítið að búa til svona hitanema eins og þú sýnir í þræðinum sem þú linkaðir á Sigurður. Fékkstu hitanemann sem þú notaðir í þetta hér á landi?

Annað sem ég þekki ekki... Ætti maður að geta notað hvaða hitanema sem er við hvaða hitastýringu sem er? eða þarf maður alltaf einhverja sérstaka hitanema?
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Hitastýringar

Post by sigurdur »

Þessi mælir heitir LM34 og fæst hér á landi (hjá Íhlutum).

Það ganga ekki allir hitamælar við hvaða hitastýringu sem er. Mig minnir að STC-1000 sé með K-type thermocouple, þannig að mögulega getur þú keypt svoleiðis hjá Íhlutum eða Miðbæjarradíó.
Bjórbræður
Villigerill
Posts: 9
Joined: 10. Mar 2011 17:05

Re: Hitastýringar

Post by Bjórbræður »

Sælir

Hrafnkell, hvar fást þessar hitastýringar á 3000 kr. stk?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Hitastýringar

Post by hrafnkell »

Bjórbræður wrote:Sælir

Hrafnkell, hvar fást þessar hitastýringar á 3000 kr. stk?
Ég er með þær á 4000kr á síðunni minni. 3000kr er gamla verðið.
http://www.brew.is/oc/index.php?route=p ... uct_id=104" onclick="window.open(this.href);return false;
Bjórbræður
Villigerill
Posts: 9
Joined: 10. Mar 2011 17:05

Re: Hitastýringar

Post by Bjórbræður »

Við félagarnir erum með 60L suðutunnu m. 3x 2200 w elementum og okkur vantar einhverskonar hitastýringu fyrir meskingu og suðu. Hvernig væri best að setja kerfið upp? Þarf maður hitastýringu fyrir hvert element?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Hitastýringar

Post by hrafnkell »

Ég myndi nota PID stýringu sem er með manual mode. t.d. Auber instruments stýringarnar.


Ég á svoleiðis til á 9000kr. SSR kostar svo 3500kr.
Steinarr
Villigerill
Posts: 23
Joined: 10. Aug 2011 23:24

Re: Hitastýringar

Post by Steinarr »

Varðandi Auber(2352) hitastýringuna, þá er ég með svoleiðis sem keyrir SSR... í fyrstu bruggun okkar félaganna þá stilltum við hana til að byrja með á 70°C þar sem við gerðum ráð fyrir að kornið myndi kæla vatnið niður í circa 67-68°C en það kólnaði niður í 69°C þannig að við stilltum stýringuna á 67°C og héldum að hún myndi bara hafa sig hæga og ekki keyra power inn á SSR þar til að hitinn færi niðurfyrir 67°C.... sú var ekki raunin... hitinn á virtinum fór upp í 71°C en þá ákváðum við að taka elementin úr sambandi... okkur tókst að halda nokkuð réttu hitastigi í gegnum meskinguna eftir þetta en pælingin varðandi þetta er...

eru menn að stilla þessar stýringar eitthvað öðruvísi en bara fyrir réttan hitanema (3-wire pt100), hitun og svo hitastig ? því að fyrir mér er þetta töluvert yfirskot (71°C þegar set value er 67°C).

Suðan gekk svo ágætlega en til þess að halda elementunum í gangi í suðunni með stýringunni þurftum við að stilla á 105°C því að ef við stilltum á 100°C þá keyrði stýringin SSR í gang í ca 2sek og svo af í 2-4sek...
User avatar
Squinchy
Gáfnagerill
Posts: 205
Joined: 21. May 2009 15:40
Location: Grafarvogur

Re: Hitastýringar

Post by Squinchy »

Mæli með að gefa sér tíma til að renna í gegnum manualinn, þar eru nokkrar stillingar sem gæti vantað þarna inn hjá þér svo að styringin hætti að keyra SSR, ég hef allavegana ekki lent í þessu með sömu stýringu í manual mode
kv. Jökull
gugguson
Gáfnagerill
Posts: 215
Joined: 26. Mar 2011 14:55
Location: Reykjavik

Re: Hitastýringar

Post by gugguson »

Eru menn að nota manual mode í þessum stýringum í meskingunni?
Gerandi Bruggfélag

Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur
Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red)
Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Hitastýringar

Post by hrafnkell »

Ertu búinn að keyra stýringuna í gegnum autotune?
Steinarr
Villigerill
Posts: 23
Joined: 10. Aug 2011 23:24

Re: Hitastýringar

Post by Steinarr »

hrafnkell wrote:Ertu búinn að keyra stýringuna í gegnum autotune?
nei, það hefur alveg farið framhjá mér... það er eitthvað sem ég ætla að græja fyrir laugardaginn (næsta bruggun)... var að finna þetta í manualnum...

Stundum má maður vera duglegri að lesa :)
gugguson
Gáfnagerill
Posts: 215
Joined: 26. Mar 2011 14:55
Location: Reykjavik

Re: Hitastýringar

Post by gugguson »

Er mælt með að menn hafi stillt á manual í stað auto?
Gerandi Bruggfélag

Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur
Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red)
Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Hitastýringar

Post by hrafnkell »

manual er bara prósenta af krafti og stýrir ekki hitanum neitt. Ég nota manual alltaf þegar ég er að sjóða, get þá soðið á svona 50-70% krafti eftir því hvað ég vil hressilega suðu.

Auto tune er nauðsynlegt, við þær aðstöður sem maður bruggar við venjulega (vatnsmagn skiptir þar mestu máli). Svo getur maður fiktað í parameterunum eftir það ef maður er að lenda í miklu overshooti. Autotune tekur dágóðan tíma, þannig að ekki byrja á því 15mín í brugg :) Tók 2-3 tíma hjá mér seinast til dæmis.
Post Reply