Bjórkassar og ómerktir pappar fyrir 6pack

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
gugguson
Gáfnagerill
Posts: 215
Joined: 26. Mar 2011 14:55
Location: Reykjavik

Bjórkassar og ómerktir pappar fyrir 6pack

Post by gugguson »

Sælir herramenn.

Vitið þið hvar er hægt að nálgast trékassa fyrir bjór/gos eða plast (ef það er ómerkt eða gamaldags)? Myndi vilja geyma mína fjöldamörgu framtíðarbjóra í einhverju skemmtilegu ef það er hægt að fá það á auðveldan hátt.

Eins væri ég til í ómerktann pappahaldara eins og bjórar eru í í ríkinu, til þess að gefa sixpack. Veit einhver hvort það fáist ódýrt á Íslandi.
Gerandi Bruggfélag

Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur
Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red)
Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Bjórkassar og ómerktir pappar fyrir 6pack

Post by hrafnkell »

Alltaf hægt að fá bjórkassa í Heiðrúnu, og líklega fleiri vínbúðum. Best að reyna að safna sömu tegund svo þeir svo það sé hægt að stafla þeim.
gugguson
Gáfnagerill
Posts: 215
Joined: 26. Mar 2011 14:55
Location: Reykjavik

Re: Bjórkassar og ómerktir pappar fyrir 6pack

Post by gugguson »

Er hægt að fá bjórkassa úr plasti í Heiðrúnu?
Gerandi Bruggfélag

Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur
Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red)
Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Bjórkassar og ómerktir pappar fyrir 6pack

Post by anton »

Sko. Ég myndi segja ekki alltaf, en oft já.

Þeir eru inní bjórkælinum oftast.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Bjórkassar og ómerktir pappar fyrir 6pack

Post by hrafnkell »

Það hafa næstum alltaf verið einhverjir þar þegar ég hef farið í Heiðrúnu, mismargir reyndar.

Mig grunar að það borgi sig að fara á föstudegi til dæmis, þá er mikil hreyfing í hillunum og mikið verið að fylla á, og þá tæmast kassar.
User avatar
Squinchy
Gáfnagerill
Posts: 205
Joined: 21. May 2009 15:40
Location: Grafarvogur

Re: Bjórkassar og ómerktir pappar fyrir 6pack

Post by Squinchy »

Kom við áðan í skútuvoginum og fékk þar 2 kassa gefins :)
kv. Jökull
Post Reply