Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Undanfarið hef ég verið að brugga Bee Cave APA og notað uppskriftina frá Brew.is og leikið mér aðeins með humlagerðir og magn. Setti í einn á þriðjudaginn sem er að gerjast fallega núna. Annar fer á flöskur í kvöld.
Setti einnig af stað einn dósabjór!!! Já þið lásuð rétt. Fara úr all-grain og yfir í dósir.
Ég ákvað að gera eina tilraun og gera dósabjór með tveim dósum eins og byrjendum sem hingað rata er oft ráðlagt. Ég ákvað að prófa að gera þetta eftir leiðbeiningum en láta bjórinn gerjast jafn lengi og minn all-grain bjór og stefni svo að geyma hann svo á flöskum í allavega rúmlega fjórar vikur. Held að byrjendur bíði ekki nógu lengi en allavega var ég í vandræðum með það þegar ég gerði dósabjór áður en ég byrjaði á all-grain. Núna á ég nóg af bjór á flöskum og því liggur ekkert á að taka fyrstu smökkun. Keypti Pilsner dósir í Europris.
En geri mér grein fyrir því að ég er algjörlega að svíkja málstaðinn og á von á því að vera útskúfaður héðan af spjallinu fyrir svona svikstarfsemi.
Annars stefni ég á að gera minn fyrsta pilsner bjór en vantar einhverja uppskrift. Með hverju mælið þið?
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Um að gera að prófa sig áfram með extraktið, prófa eitthvað nýtt og kannski detta niður á eitthvað gott, veist það ekki nema að prófa. Það er nú einmitt einn af kostunum við þetta hobbý, möguleikarnir eru óendanlegir.
Ég mæli hiklaust með bóhem pilsner, uppskrift frá Jamil, búinn að gera hana nokkrum sinnum. http://www.fagun.is/viewtopic.php?f=7&t=693" onclick="window.open(this.href);return false;
Ég bætti í þessa dósauppskrift auka humlum við upphaf suðu. Hann freiðir gríðarlega og er með nettan freyðivínskeim. Ekkert spes en verður að duga þar til næsta bruggun er tilbúin.
Er búinn að lesa mikið um part mash í sambandi við þessar dósir en sé að all grain er alltaf ódýrari kostur og meiri gæði. Svo ég held að ég leggi af allar frekari dósatilraunir.
En þessi uppskrift sem mér var bent á hérna að ofan verður prufuð núna á næstunni.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS