Loftkútar til að dæla súrefni í bjórinn fyrir gerjun

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
gugguson
Gáfnagerill
Posts: 215
Joined: 26. Mar 2011 14:55
Location: Reykjavik

Loftkútar til að dæla súrefni í bjórinn fyrir gerjun

Post by gugguson »

Sælir herramenn.

Hérna er til sölu slanga til að tengja við súrefniskút til að "oxygenate"-a "virtinn" fyrir gerjun: http://morebeer.com/view_product/16604?a_aid=hbf" onclick="window.open(this.href);return false;

Hvar fær maður svona kúta hérna á Íslandi?

J
Gerandi Bruggfélag

Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur
Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red)
Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Loftkútar til að dæla súrefni í bjórinn fyrir gerjun

Post by sigurdur »

Ég held að þú finnir svona kúta í gastec.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Loftkútar til að dæla súrefni í bjórinn fyrir gerjun

Post by kristfin »

trykkið er að sannfæra heimilslækninn þinn að þú sért með kæfisvefn.

segir honum að þú sért að detta út á daginn. sofnir undir stýri, vaknir þreyttur og soddan. lestu þér til.

þá skaffar ríkið þér súrefniskút og grímu með flæðimæli.

einfalt og gott :sleep:
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Loftkútar til að dæla súrefni í bjórinn fyrir gerjun

Post by kristfin »

þeas flæðimælirinn er á kútnum, ekki grímunni
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Loftkútar til að dæla súrefni í bjórinn fyrir gerjun

Post by gunnarolis »

Haha...Stjáni alltaf ferskur.
Ég keypti kút og þrýstijafnara í gastec á 13 þúsund. Frekar dýrt fannst mér, en ég á ekki jeppa þannig að þetta slapp.

Áfylling (einnota kútur) kostar síðan 5500 sirka, mér reiknaðist til að þetta entist í 50 brugganir, sem bætir um 100kr við hverja bruggun, þegar þú hefur afskrifað þrýstijafnarann eins og sannur bankastarfsmaður.

Ég hef ekki fengið "stuck fermentation" eftir að ég byrjaði að nota þetta, samhliða fór ég reyndar að passa verulega vel uppá pitching rate. Þetta tvennt hefur bætt bjórinn minn mikið.

Þetta sparar líka tíma og fyrirhöfn að þurfa ekki að skoppa tunnunni á körfubolta, og virturinn freyðir ekki jafn mikið. Ég nota 2míkrona stein og sílíkon slöngu, læt það malla í potti í 10 mín áður en ég hendi því útí og airate-a í 60 sek. Passaðu þig bara að airaeta ekki of lengi.

Happy brewing.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
gugguson
Gáfnagerill
Posts: 215
Joined: 26. Mar 2011 14:55
Location: Reykjavik

Re: Loftkútar til að dæla súrefni í bjórinn fyrir gerjun

Post by gugguson »

Sæll og takk fyrir þetta svar.

Ég var ekki búinn að sjá það.

Þannig að það sem ég þarf að fá mér er þrýstijafnari í gastec á 13þ + 6þ kút. Þarf ég eitthvað meira, hvað með þennan 2míkróna stein, hvar fæ ég hann?

Hvernig kútur er þetta, er þetta með eitthvað sérhreinsuðu súrefni eða bara venjulegur kútur?

Gæti ég notað kútinn við þetta system: http://www.williamsbrewing.com/WILLIAMS ... -P699.aspx" onclick="window.open(this.href);return false;

Kveðja,
Jóhann
gunnarolis wrote:Haha...Stjáni alltaf ferskur.
Ég keypti kút og þrýstijafnara í gastec á 13 þúsund. Frekar dýrt fannst mér, en ég á ekki jeppa þannig að þetta slapp.

Áfylling (einnota kútur) kostar síðan 5500 sirka, mér reiknaðist til að þetta entist í 50 brugganir, sem bætir um 100kr við hverja bruggun, þegar þú hefur afskrifað þrýstijafnarann eins og sannur bankastarfsmaður.

Ég hef ekki fengið "stuck fermentation" eftir að ég byrjaði að nota þetta, samhliða fór ég reyndar að passa verulega vel uppá pitching rate. Þetta tvennt hefur bætt bjórinn minn mikið.

Þetta sparar líka tíma og fyrirhöfn að þurfa ekki að skoppa tunnunni á körfubolta, og virturinn freyðir ekki jafn mikið. Ég nota 2míkrona stein og sílíkon slöngu, læt það malla í potti í 10 mín áður en ég hendi því útí og airate-a í 60 sek. Passaðu þig bara að airaeta ekki of lengi.

Happy brewing.
Gerandi Bruggfélag

Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur
Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red)
Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Loftkútar til að dæla súrefni í bjórinn fyrir gerjun

Post by gunnarolis »

Nei, þrýstijafnarinn kostar um 8 þúsund og kúturinn um 5 þúsund þannig að þetta eru sirka 13þúsund í heildina í startkostnað.

Ég á þrýstijafnara eins og er í williamsbrewing kittinu, og hann passar ekki á gastec kúta. Skrúfgangurinn á gastec kútunum er mjög grannur (ég mundi giska á í kringum 10mm) en williamsbrewing er amk 25mm (sennilega tomma). Steininn geturðu keypt mjög víða, hann er það þungur að þú þarft ekki þetta rústfría rör til þess að halda þessu ofaní carboyinu, þó að það sé mjög töff. Hinsvegar nýtist ekki dýrasti parturinn í kittinu ef þú kaupir þetta.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
Post Reply