Staðsetning á hitanema (BIAB)

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

Staðsetning á hitanema (BIAB)

Post by valurkris »

Sæl öllsömul.

Ég er að smíða BIAB kerfi sem er með regli og hitanema eins og þessi hér
k-type.JPG
k-type.JPG (31.71 KiB) Viewed 5349 times
Það sem að ég var að pæla var hvar best væri að staðsetja hann. ég er hræddur um að skemma hitaneman eða gata BIAB pokann ef að hann stendur beint út úr hlið pottarins. mín pæling var jafnvel að láta hann halla um 45° upp til að minnka líkur á að neminn rífi pokann og öfugt.

hvað segið þið og ekki væri verra ef að einhver er með reynslu á þessu
Kv. Valur Kristinsson
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Staðsetning á hitanema (BIAB)

Post by kristfin »

ég setti hann fyrst í gegnum hliðina á pottinum, lét hann vera að mestu fyrir utan svo hann rækist ekki í pokann. breytti því síðan og setti hitanemann niður í gegnum lokið á pottinum. þá þarf ég ekkert að pæla í pokanum.

þegar maður byrjar að sjóða og lokið fer af, þá er ég hvort eð er með pid á manual stillingu svo hitamælirinn er ekki notaður.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Staðsetning á hitanema (BIAB)

Post by hrafnkell »

Ég er með dælu, og er með hitanemann í T, fyrir utan pottinn. Þannig þóttist ég vera viss um að fá "réttan" hita, og hitaneminn er ekki að þvælast fyrir pokanum. Og ég þurfti ekki að gata pottinn :)

Image

Dælan er í gangi í meskingu (hringrás), og þegar ég er að kæla. Ég þarf hvorteðer ekkert að stjórna hitanum nema í meskingu, þannig að þetta virkar vel. Ég var að meskja í gær og þá var hitinn 66 til 66.1 gráða á meðan ég var að meskja.
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

Re: Staðsetning á hitanema (BIAB)

Post by valurkris »

Mér líst vel á þetta hjá þér Hrafnkell, ég mun sennilega útfæra þetta svona.
Kv. Valur Kristinsson
Post Reply