Bætið inn hvað þið eruð að afnjóta í augnablikinu!
Kvöldið í kvöld
Jörvi Red hot Hop Bomb!
Vika á flösku gerir hann kanski aðeins of flatan en jesús minn hvað þetta er FRÁBÆR bjór....
Besti bjór sem ég hef smakkað.... og ég gerði hann sjálfur.... ég er soldið stoltur af því!
Jörvi Brauhaus
Að gerjast: Ekkert Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
Ég er að drekka eldgamalt heimabrugg sem ég geymdi. Gerði e-ð ljóst Coopers sýróp dót fyrir næstum ári síðan og það var skelfilegt, alveg skelfilegt. Hellti næstum öllu, nema 2 kippum, því mig vantaði flöskurnar og það virtist sem þetta færi ekkert að skána. En ákvað samt að geyma þessar 2 kippur eftir að hafa lesið nokkra "Aldrei henda bjór" pósta á homebrewtalk.com og viti menn, þetta er vel drykkjarhæft! Ekkert stórkostlegur bjór en drykkjarhæfur.
Stundum þurfa litlu gerdj***arnir bara aðeins meiri tíma.
P.S. Er hægt að komast yfir smakk á þessum eðalöli þínu?
Það verður nú örugglega gott smakk kvöld seinna í sumar og ég tek pottþétt með mér svona snilld þangað
Jafnvel að gefa þér að smakka edik stoutinn minn líka
Jörvi Brauhaus
Að gerjast: Ekkert Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
Ég er að drekka ameríska IPAinn minn, og það úr koníaksglasi, sem var eina glasið hjá tengdamömmu sem var nógu stórt (er í slökun norður í landi). Fínasta fínt, þótt það sé pínu kjánalegt að drekka IPA úr koníaksglasi (var aðeins skárra með porterinn sem ég fékk mér í gærkvöldi).
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
Heyrðu, ég fékk mér Ameríska IPAinn sem þú gafst mér og hann er ekki ólíkur Jörva Hop Bomb actually...
Mjög góður....
Er núna að drekka La trappe Trippel sem er nú bara eins gott og það gerist!
Dubbel var samt betri en Trippel fynnst mér.....
Jörvi Brauhaus
Að gerjast: Ekkert Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
Væntanlega er það cascade bragðið sem þér finnst svipað. Veit samt að IBU talan á IPA-inum mínum er töluvert hærri, þannig að ég giska á að þinn sé nú ekki alveg jafn beiskur. Hlakka annars svakalega til að fá smakk hjá þér.
Annars er ég í augnablikinu að kjamsa á hafra portaranum mínum. Ég get ekki annað sagt en að hann standi fyllilega undir væntingum, og hann verður betri með hverjum deginum. Nammi.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
Ég fékk mér einmitt La Trappe Tripel og Quadrupel um helgina (ekki heimabruggaðan þó). Vá hvað það er bragðmikill og góður bjór. Af Quadrupel drekkur maður varla nema 1 eða 2 flöskur sama kvöldið, því hann er svo bragðsterkur (og reyndar rammáfengur, 10%). Mér finnst Q eiginlega einum of mikið, en naut Tripel alveg í botn. Prófaði að drekka eina flösku af honum og fá mér svo dökkan Kalda á eftir. Það var alveg silly hvað Kaldinn bragðaðist öðruvísi en venjulega eftir Tripelinn. Ekki verri, en samt öðruvísi...
Svona eru bragðlaukarnir merkilegt fyrirbrigði!
Gerjandi: Flat tire ale Þroskandi: Mjöður Smakkandi: Smje Drekkandi: English bitter, hvítvín, Tripel Hugsandi: Gerjað malt